Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 119
Breytingar þessar höföu í för með sér verulegan fjárhagslegan bata fyrir kirkjuna. Fjárhagur
sókna var betur tryggður en áður var og fjárhagslegt sjálfstæði aukið. Hinu er ekki að
leyna, að fullkominn jöfnuður náðist ekki milli sókna, þar sem tekjur kirkna voru þar
mestar, sem tekjur manna voru hæstar. Algjör jöfnuður er hins vegar nú ríkjandi í þessum
efnum, svo sem síðar verður að vikið.
Hinn 30. mars 1987 voru undirrituð lög um staðgreiöslu opinberra gjalda og tóku þau gildi
1. janúar 1988. Til samræmis við þau lög voru jafnframt gerðar breytingar á lögum um
tekjuskatt og eignaskatt (1. nr. 75/1981 ) og lögum um tekjustofna sveitarfélaga ( 1. nr.
73/1980).
Þessi grundvallarbreyting á opinberri skattheimtu í landinu leiddi til þess, að nauðsynlegt
var að endurskoða lög um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld. Hinn 3. júlí 1987 skipaði
kirkjumálaráöherra, nefnd til að semja frumvarp og gera tillögur um breytingar á reglum
um álagningu og innheimtu sóknargjalda.
Tillögur fjármálaráðuneytisins.
Áður en til þessarar nefndarskipunar kom, hafði fjármálaráðuneytið samið drög að „frumv-
arpi til laga um sóknargjald, trúfélagsgjald og Háskólasjóðsgjald" Og jafnframt drög að
frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða.
í þeim frumvarpsdrögum var lagt til, að sóknargjald skyldi vera 0,26% af tekjuskat-
tstofni hvers manns 16 ára og eldri. Kirkjugarðsgjöld skyldu hins vegar vera 0,13% af
tekjuskattsstofni hvers manns 16 ára og eldri. Þessara hlutfallstalna var einnig sérstakl-
ega getið í greinargerð með frumvarpi til laga um staðgreiðslu skatta, þar sem getið er um
sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld og tekið fram, að kirkjan skuli njóta sambærilegra tekna
og hún hafði notið samkvæmt ákvæðum laga um sóknargjöld o.fl. nr. 80/1985.
Þetta var og lagt til grundvallar í frumvarpi hinnar stjórnskipuðu nefndar, sem Alþingi
staöfesti og tóku gildi 1. janúar 1988.
Valkostur og megin sjónarmið.
Skattkerfisbreytingin hafði það í för með sér, að nú er lagður á einn skattur og felur hann
í sér tekjuskatt, útsvar, sjúkratryggingargjald, gjald til framkvæmdasjóðs aldraðra,
sóknargjald og kirkjugarösgjald, nema þar, sem lögð eru á aðstöðugjöld.
Ljóst er, að nokkrar leiðir komu til greina í sambandi við álagningu sóknargjaldsins og
skiptingu þess. Það hefði til dæmis mátt hugsa sér, að sóknargjaldið væri ákveðinn
hundraðshluti af tekjuskattinum í heild eða af tekjuskattsstofni og skiptist þá eftir
tekjuskattstofni gjaldenda í hverri sókn. Sú leið hefði ekki haft í för með sér fullkominn
jöfnuð mill sókna. Þá hefði verið varhugavert að miða gjaldið við hlutfall af tekjuskatti
vegna þeirra breytinga, sem stjórnvöld hyllast öðru hvoru til að gera á skattalögum.
Hin stjórnskipaða nefnd hafði það aö megin markmiði, að kirkjan héldi tekjustofnum
sínum óskertum miðaö við það, sem hún hafði á grundvelli laganna frá 1985, sem áöur er
að vikið. Jafnframt lagði nefndin á það ríka áherslu, að lög um sóknargjöld tryggðu
116