Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 120
stöðugleika á tekjustofnum kirkna, væru einföld í framkvæmd og skiptust sem jafnast og
réttlátast milli sókna án tillits til tekna einstakra sóknarmanna.
Með tilliti til þessarar megin sjónarmiða var lagt til og síðan lögfest, að Ríkissjóður skuli
"skila 15. hvers mánaöar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða,
skráðra trúfélaga og Háskóla Islands." Greiða skal ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling,
sem er 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Gjald þetta er þannig
verðtryggt, að það breytist í samræmi viö þá hækkun, er verður á tekjuskattstofni
einstaklinga á öllu landinu milli næstliðinna tekjuára á undan gjaldári.
Þessi aðferð, sem ákveöin var um álagningu og skiptingu sóknargjaldsins, kemur vel út fyrir
kirkjuna og hefur augljósa kosti. Hún er einföld í framkvæmd, tryggir til frambúöar
stöðugleika á þeim tekjustofnum kirkjunnar, er sóknargjöldin eiga að skila, og fylgir
tekjubreytingum. Með þessari aðferö skiptist sóknargjaldiö jafnt og réttlátlega milli sókna
í samræmi viö íbúatölu hverju sinni, en án tillits til tekna og skattbyrði þeirra, sem í
sókninni búa.
Um þetta mál varð fullt samkomulag allra aðila, bæði fjármálaráðuneytis,
kirkjumálaráðuneytis og þjóðkirkjunnar. Má segja, að staðfestur hafi verið sáttmáli milli
þessara aðila, sem jafngilti svikum, ef rofinn yrði.
Það veldur því miklum vonbrigðum, aö ríkisvaldið skuli ekk hafa staðið við þennan
sáttmála og tekið til sín hluta þeirra tekna, sem söfnuðir landsins eiga með réttum og
löglegum hætti. Til álita kemur að leita úrskurðar dómstóla um réttmæti þeirra aðgerða.
Við setningu kirkjuþings varði kirkjumálaráöherra þessar aðgerðir og hélt því fram, að
hagur kirkna hefði stórum batnaö, er núverandi lög tóku gildi. Hið rétta er, að hagur
kirkna batnaði, er lög nr. 80/1985 tóku gildi.
Jöfnunarsjóður sókna.
Með skattkerfisbreytingunni varð að fella niður heimild til hækkunar sóknargjalda, þegar
tekjur hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Af kirkjunnar hálfu var lögö á það
höfuð áhersla að tryggja þennan rétt meö einhverjum hætti, þó að í breyttu formi væri,
enda bæri að tryggja og efla fjárhagslegt sjálfsforræöi kirkjunnar.
Niðurstaðan var sú að stofna sérstakan sjóð, Jöfnunarsjóð sókna. Tekjur sjóðsins eru
18,5%, sem koma til viðbótar og greiöast ofan á þau sóknargjöld, er þjóðkirkjusöfnuðir fá
samkvæmt lögunum. Hér er um verulegar fjárhæðir að ræða. Með stofnun Jöfnunarsjóðs
sókna hefur kirkjan fengið meira fjárhagslegt sjálfstæði en hún hefur haft um langan aldur.
Sjóðurinn mun veröa kirkjulegu starfi til eflingar og hagsbóta, svo framarlega sem
stjórnvöld láta hann í friði og vilja í reynd efla fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar.
Að öðru leyti vísast til ítarlegrar greinargerðar um málið í gjörðum kirkjuþings 1987 (bls.
102 - 108).
117