Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 124
1990
21. Kirkjuþing
7. mál
T I L L A G A
til bingsálvktunar um aukiö átak í
fermingarstörfum kirkiunnar til aö stuöla aö
heill unglinga í samstarfi viö foreldra beirra.
Flutt af kirkjuráöi
Frsm. Kristján Þorgeirsson
21. kirkjuþing 1990 ályktar aö fela kirkjuráöi aö kanna með hverjum hætti auka megi
samstarf foreldra og annarra til aö bæta þaö ástand sem oft skapast í unglingahópum og
leiðir til ofbeldisverka. Er sérstaklega bent á foreldra fermingarbarna sem samstarfsaðila
kirkjunnar í þessu efni, enda væri tekiö tillit til þessa máls í fermingarstörfum kirkjunnar.
ÓREGLA UNGLINGA
Áfengisdrykkja og önnur vímuefnanotkun unglinga hérlendis hefur veriö vaxandi vandamál
um árabil. Þaö hefur aukið mjög á alvöru þessa máls, aö kannanir sýna, að aldursmörkin
verða æ lægri, þegar börn og unglingar heQa drykkju. Er svo komið, að nokkur hópur
barna innan viö fermingu, kveöst hafa neytt áfengis. I framhaldi af áfengisneyslu
unglinganna, hafa þeir gjarnan hópast saman um helgar, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur og
hefur ofbeldi veriö slíkt, aö lögreglumenn hafa ekki treyst sér á vettvang, nema í hóp.
Slíkt ástand kallar á samvinnu allra þeirra, sem málið varöar. Vandinn verður ekki leystur
meö stóraukinni löggæslu einni saman. Foreldrar og yfirvöld hljóta að leggja sitt af
mörkum til aö leiöa þetta unga fólk til betri vegar.
A ráöstefnu samtaka heilbrigöisstétta "Æska án ofbeldis" sem haldin var í september s.l.
kom fram sú skoðun aö æskilegt væri aö fleira fulloröiö fólk væri í miöbæ Reykjavíkur á
föstudagskvöldum. Slíkt gæfi hinum fullorönu tækifæri til að kynnast líöan og aðstæöum
unglinga og unglingarnir kynntust fólki, sem vill eiga meö þeim samfélag. Fordómar minnka
við slík kynni.
Hvert haust er kirkjunni fenginn í hendur einn árgangur þjóðarinnar, 13 ára börnin, sem
eru á einu viökvæmasta skeiði lífsins. í vaxandi mæli hefur kirkjan kallaö eftir samvinnu
viö foreldra fermingarbarna m.a. meö fræðslukvöldum og samverum. Fræðsludeild
121