Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 135
Frumvarpsdrög
1. gerð
okt. 1990
Frumvarp til laga um biskupakosningar.
I huqmvnd
1. gr.
Lög þessi taka til kosningar biskups íslands og
vigslubiskupa.
2. gr.
Kjörgengur til biskupsembættis er hver guðfræðikandidat, sem
fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður eða settur prestur
i þjóðkirkjunni, sbr. III. kafla laga nr. 62/1990.
3. gr.
Kosningarrétt við kjör biskups íslands eiga:
1. Þjónandi biskupar, sóknarprestar, aðstoðarprestar, sbr.
3. gr. laga nr. 62/1990 og sérþjónustuprestar, sbr. II. kafla
laga nr. 62/1990. Kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands, sem
eru i föstum embættum eða störfum (prófessorar, dósentar,
lektorar), enda séu þeir guðfræðikandidatar. Starfsmenn
biskupsstofu, sem eru guðfræðikandidatar i föstum stöðum. Rektor
Skálholtsskóla og forstöðumaður Löngumýrarskóla, enda sé þeir
guðfræðikandidatar.
2. Kjörnir leikmenn, sem sæti eiga á kirkjuþingi, þegar
kosning fer fram, svo og leikmenn, sem sitja i kirkjuráði, en eru
ekki kjörnir kirkjuþingsmenn.
3. Einn leikmaður fyrir hvert prófastsdæmi, kjörnir af
saf naðarfulltrúum á héraðsfundi, til 4 ára i senn og skulu
varamenn kjörnir á sama hátt.
4 . gr.
Kosningarrétt við vigslubiskupskjör eiga:
1. Sóknarprestar og aðstoðarprestar, sbr. 3. gr. laga nr.
62/1990, i vigslubiskupsumdæmi. Sérþjónustuprestar, sbr. II.
kafla laga nr. 62/1990, sem eiga starfsstöð í
vigslubiskupsumdæmi. Nánar skal kveðið á um kosningarrétt þeirra
i reglugerð.
2. Kjörnir leikmenn úr vigslubiskupsumdæmi, sem sæti eiga
á kirkjuþingi, þegar kosning fer fram.
3. Einn leikmaður fyrir hvert prófastsdæmi i
vigslubiskupsumdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundi, sbr. 3. gr.
3. tl. þessara laga.
5. gr.
Biskupskosning skal vera skrifleg og leynileg.
132