Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 167
NÁM FYRIR SAFNAÐAR STARFSMENN.
Safnaðarstarf innan Þjóðkirkjunnar eykst sífellt. Bæði hafa skapast betri aðstæður til
þess við byggingu safnaðarheimila, fjárráð margra safnaða eru rýmri við það að
kirkjubyggingu er lokið og sóknargjöld geta runnið til innra starfs safnaðar, og ekki síst
eru greinilegar væntingar og kröfur á hendur kirkjunnar um aukna félagslega þjónustu.
Kannanir sýna að kirkjan nýtur trausts og fólk væntir þess að hún hún bjóði upp á
stitthvað sem mætir þörfum þess í vaxandi samfélagi Ijölhyggju og firringar, þar sem
gott fjölskyldulíf á erfitt uppdráttar og fyrri gildi endurmetin.
Til þessa tíma hafa sóknarprestar verið einu launuðu starfsmenn kirkjunnar auk örfárra
organista . Upp á síðkastið hafa allmargir organleikarar verið ráðnir til fastra starfa, svo
og kirkjuverðir, þar sem kirkjubyggingin kallar á slíka þjónustu.
Þá hafa einstaka söfnuðir ráðið fólk til hlutastarfs í skamman tíma til þjónustu við
aldraða og við barna og unglingastarf. Er mikil og vaxandi eftirspurn eftir slíkum
starfskröftum, en erfitt hefur verið að mæta þeirri eftirspurn, þar sem engin menntun
er í boði til undirbúnings safnaðarþjónustu, Ymsir aöilar með ákjósanlega
grunnmenntun, t.d. fóstrur, kennarar og hjúkrunarfræðingar, hafa látið í Ijós áhuga á
safnaðarþjónustu að því tilskildu að séð væri fyrir fræðslunámskeiðum um grunnatriði
biblíufræða, trúfræði og siðfræði, þar sem auk þess væri veitt innsýn í skipulag og
starfshætti Þjóðkirkjunnar og veitt nokkur starfsþjálfun í safnaðarstarfi.
Við nánari athugun þessa máls virðist brýn þörf á tvenns konar fræðslu fyrir starfsmenn
safnaða aðra en presta og organleikara.
A. Djáknanám.
Sérstök nefnd hefur fjallað um slíkt nám og er vísað til niðurstöðu hennar.
B. Safnaðarstarfsmenn.
Hér er um að ræða fólk sem er ráðið til sérhæfðra starfa í söfnuðinum, meö
öldruðum, ungum foreldrum, í barna og unglingastarfi, kirkjuverðir, forstöðufólk
safnaöarheimila, kirkjugarðsverðir útfarastjórar o.s. frv.
Störfin eru margvísleg, en eiga það sameiginlegt að þeir sem þeim gegna eru andlit
kirkjunnar út á við, fulltrúar hennar í hinum ólíku aðstæðum. Þessir starfsmenn verða
að búa við það öryggi sem felst í því að þekkja vel til starfa síns og þess umhverfis sem
þar er unnið. Þeir þurfa að búa yfir nauðsynlegri faglegri þekkingu en jafnframt að hafa
kirkjulega sýn og kirkjuskilning til þess aö líða vel í starfi fyrir kirkjuna.
Hin fyrstu skref til slíkrar fræðslu verður að stíga með varkárni og fyrirhyggju, fræðslan
má ekki vera svo umfangsmikil aö hún fæli frá, né heldur svo lítilfjörleg að hún skapi
ekki virðingu fyrir verkefninu.
164