Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 182
c. aukinni sálgæslu viö sjúka.
Má segja að fyrsti liður þessarar tillögu hafí orðið útundan hingað til, en þeir tveir síðari
séu komnir í nokkuð góðan farveg innan kirkjunnar.
í febrúar s.l. samþykkti safnaöaráð Reykjavíkurprófastsdæmis að koma á fót fjölskylduráö-
gjöf á vegum prófastsdæmisins. Héraðsnefnd var falið að annast framgang málsins, og
leitaði til nærliggjandi prófastsdæma og bauð þátttöku, og var stofnuð undirbúningsnefnd
með aðild fulltrúa Kjalarness og Arnesprófastsdæma. Hefur nefndin unnið gott un-
dirbúningsstarf og lagt afar góöan grunn að slíkri stofnun, og auk þess lagt megindrætti að
starfsemi og ramma "Qölskylduþjónustu kirkjunnar" sem miði að umhyggju, fyrirbyggjandi
fræðslu, ráðgjöf, uppbyggingu og meðferð fyrir fjölskyldur, safnaðarfólk og presta um land
allt.
Fjölskylduráðgjöfin í Reykjavík verður að veruleika, og er ljós vottur þess að kirkjunni á
höfuðborgarsvæðinu er full alvara, enda ef til vill brýnust og augljósust þörfin þar. Þó er
þetta mál kirkjunnar allrar, sem ekki þolir frekari bið.
Við fyrri umræðu taldi Kristján Þorgeirsson, að nefndin, sem fengi málið ætti að athuga,
hvort ekki væri hægt að bæta við tillöguna "að veitt sé fjárhagsráðgjöf þeim, sem lenda
í erfiðleikum".
Vísað til allsherjarnefndar ( frsm. dr. Björn Björnsson ).
Þannig orðuð var tillaga allsherjarnefndar samþykkt samhljóða:
"Kirkjuþing 1990 felur kirkjuráði að gerast aðili að fjölskylduþjónustu kirkjunnar sem
fyrirhugað er að komi á fót í Reykjavík þegar á næsta ári. Telur þingið mikilvægt að
tryggja að slík þjónusta komi kirkjunni allri og landsmönnum til góða. Minnt skal á fyrri
samþykkt kirkjuþings og prestastefnu um þetta málefni. (9. mál 1980 og prestastefna 1986).
179