Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 187
3.
Þingið vekur athygli á því, aö þegar fólk býr og á heimili saman í raun, en skráir sig
á tveimur stöðum með lögheimili í auðgunarskyni, er það í raun að brjóta a.m.k.
þrenn lög, þ.e. lög um lögheimili, lög um almannatryggingar (ef um bótagreiðslur er
að ræða) og skattalög.
Þingið lítur svo á, að möguleiki til slíkra lögbrota réttlæti ekki aö lögbundinn réttur þeirra,
sem í raun eru einstæðir foreldrar veröi skertur. Þingið telur, að ef brögð eru að slíkum
lagabrotum, þá jafngildi þau lagabrotum varðandi undandrátt frá skatti, hvort heldur um
beina eða óbeina skatta er að ræða sem og tryggingasvik. Þau kunna einnig að tengjast
lánafyrirgreiðslu úr sjóðum.
Kirkjuþing styður aðgerðir yfirvalda hverra á sínu sviði, til að koma í veg fyrir hvers kyns
misferli.
Tillögunni fylgdi álitsgerð um réttarstöðu fólks í vígðri sambúð. Tók hana saman nefnd sem
kirkjuráð skipaði á fundi sínum í nóvember 1989. I nefndinni voru: Sr. Birgir Snæbjömsson,
prófastur, Jónína Jónsdóttir, lögfræðingur og Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri.
Framsögumaður gat þess í lok ræðu sinnar, að hið opinbera muni gefa út bækling til þess
að skýra frekar þessi mál. Rétt að athuga, hvort kirkjan á ekki að koma þar fram sínum
sjónarmiðum.
Eftir allmiklar umræður var málinu vísað til löggjafarnefndar.
( frsm. Margrét K. Jónsdóttir ).
Nefndin leggur til, að tillagan verði samþykkt þannig orðuð:
I. Kirkjuþing 1990 þakkar álitsgerð um réttarstöðu fólks í vígðri sambúð og beinir því
til starfsmanna þjóðkirkjunnar að þeir beiti sér fyrir aukinni umræðu og markvissri
fræðslu um hjónabandið. Jafnframt veki þeir athygli á þeim réttindum og skyldum
sem hjónabandið veitir og bendi m.a. á:
a. - að hjón eru skylduerfingjar hvors annars og framfærsluskyld hvort gagnvart
öðru.
b. - að við skipti á búi hjóna gildir helmingaskiptaregla.
c. - að hjón njóta ýmissa réttinda samkvæmt lögum um almannatryggingar.
d. - að eftirlifandi maki á rétt til setu í óskiptu búi.
e. - að hjónum einum er heimilt að ættleiða börn.
184