Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 206
1990
21. Kirkjuþing
20. mál
T I L L A G A
til bingsálvktunar um vinasöfnuöi
Flm. Guðmundur Magnússon og sr. Þórhallur Höskuldsson
Frsm. Guðmundur Magnússon
Kirkjuþing 1990 beinir þeim tilmælum til safnaða þjóðkirkjunnar, að þeir, hver og einn eða
í samvinnu við aðra, beiti sér fyrir því að eignast vinasöfnuði í þeim heimshlutum þar sem
fátækt er mikil. Tilgangurinn væri m.a. sá að auka þekkingu og efla skilning á kjörum
annarra og gefa safnaðarfólki tækifæri til að taka beinan þátt í hjálparstarfi.
Kirkjuþing felur kirkjuráði að kynna öllum söfnuðum þessa ályktun og væntir þess
jafnframt, að Biskupsembættið veiti þeim söfnuðum, er þess óska, upplýsingar og aðstoð
til að heQa þetta starf.
Greinargerð
Þjóðkirkjan hefur ákveðið, að eitt meginverkefni hennar næsta áratuginn skuli vera
safnaðaruppbygging. Um markmiö þeirrar stefnu munu flestir vera sammála, en leiðirnar
að því geta verið margar og mismunandi. Tillaga sú, sem hér er flutt, er aðeins tilraun til
að vekja athygli þjóðkirkjusafnaða á þeim möguleikum, sem kunna að felast í því aö
eignast vinasöfnuði. Tilgangurinn getur verið margs konar:
1. Að kynnast kjörum fátækra safnaða.
2. Að veita aðstoð í einhverri mynd, t.d. með matar- lyfja- eða fatasendingum.
3. Gagnkvæmar heimsóknir o. fl.
4. Að tengja barna- og unglingastarf vinasöfnuðum með einhverjum hætti.
Fleira mætti nefna. Hugmynd mín er sú, að sóknarnefndir setji á laggirnar sérstaka nefnd,
sem hefði veg og vanda af undirbúningi og útfærslu þessa máls í fyrstu, en þegar fram liðu
stundir og reynsla fengist af framkvæmd mála þætti þessi þáttur
safnaðarstarfseminnar ómissandi og sjálfsagður.
203