Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 225
1990
21. Kirkjuþing
23. mál
T I L L A G A
til bingsálvktunar um brevtingu á
iöfnunarsjóði sókna.
*
Flm. og frsm. sr. Arni Sigurðsson
Lagt er til, að prósentutala, sem fram kemur í 2. gr. reglugerðar um hlutverk jöfnunarsjóðs
verði lækkuð úr 30% í 10%.
Greinargerð
Eins og fram kemur í 2. gr. reglugerðar, er hlutverk jöfnunarsjóðs m.a., að veita styrki til
þeirra kirkna, sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur. Er þá átt við Dómkirkjuna
í Reykjavík, Hóladómkirkju, Skálholtsdómkirkju, Hallgrímskirkju í Reykjavík,
Haligrímskirkju í Saurbæ og Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Veita má styrki
til rekstrar, viðhalds og endurbóta nefndra kirkna, svo og til kaupa, endurnýjunar og
viðhalds á nauðsynlegum búnaði þeirra til viðbótar þeim styrkjum, sem veittir kunna að
verða úr ríkissjóði.
Heimilt er að veita 20 - 30% af ráðstöfunarfé sjóðsins til þessa liðar, enda liggi fyrir
rökstudd greinargerð um fjárþörf viðkomandi kirkna.
Varðandi fyrri hluta 2. gr. reglugerðarinnar telur flutningsmaður að Hallgrímskirkja í
Reykjavík, Hallgrímskirkja í Saurbæ og Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar hafi enga
sérstöðu, fram yfir aðrar kirkjur í landinu og beri því hærri hlut úr jöfnunarsjóði en aörar
sóknarkirkjur. Ber því að fella þessar þrjár kirkjur niður úr reglugerð um jöfnunarsjóð
sókna
Varðandi Hallgrímskirkju í Reykjavík, hefir hún mikla sérstöðu hvað varðar gjaldendur
sóknargjalda sem voru 4.564 1. desember 1989 og sóknargjöld alls kr. 14.274 þús, sem er
hærri upphæð, en hinar kirkjurnar samanlagt. Svo að minni ástæða er til að jöfnunarsjóður
standi straum af steypuskemmdum kirkjunnar.
Hallgrímskirkja hlaut 7,5 millj. úr jöfnunarsjóði árið 1989. í ár eru kr. 6 millj. áætlaðar
til kirkjunnar.
Samkvæmt blaðaviðtali við formann sóknarnefndar Hallgrímssafnaðar í júlí s.l. upplýsti
hann eftirfarandi:
222