Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 226
"Tala sóknarbarna er nú um 6.500. Aö sögn formannsins hafa fengist fjárveitingar úr
ríkissjóði til aö fjármagna viögeröir á kirkjunni.
Kostnaður viö viögerð er áætlaöur um 40 milljónir, sem vinna
þarf aö á komandi árum."
Síöar heldur formaöurinn áfram:
"Fjárhagsstaöa kirkjunnar er sterk. Heildartekjur hennar í ár eru um 16 milljónir, en þær
eru af sóknargjöldum, leigutekjum og aðgangseyri í útsýnisturninn."
Af þessu má sjá að tekjustofnar þessarar kirkju eru æði margir auk árlegra hárra
sóknargjalda.
Telur framsögumaður, að ástæðulaust sé að skerða svo mjög jöfnunarsjóð meö árlegum
styrkjum til þessarar kirkju sérstaklega en veita minni fjárhagsaðstoð til annara kirkna, sem
eru í byggingu og sumar hverjar á síðasta byggingarstigi.
Jöfnunarsjóður var stofnaður til jöfnunar á fjárframlögum til kirkna á landsbyggðinni allri
en eigi til sér kirkna sem svo eru kallaðar.
Framsögumaður telur, að þar sem ætlað er að Hallgrímskirkja verði að öðrum þræði
notuð til hljómleikaflutnings, beri borgarsjóði öðrum fremur að standa straum af
steypuskemmdum kirkjunnar.
Við fyrri umræðu lagði sr. Karl Sigurbjörnsson til, að málinu yrði vísað frá með sérstakri
tillögu, sem hann flutti:
"Sakir þess, að forsendur löggjafans fyrir setningu laga um jöfnunarsjóð sókna voru m.a.
þær að veita fjármagn til þeirra kirkna sem "sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur"
sbr. 6. gr. laga nr. 91/1987 og greinargerð ( sjá Gjörðir Kirkjuþings 1987 ) og með tilliti
til þess, að kirkjuþing 1989 samþykkti reglugerð um jöfnunarsjóð, sem er til umfjöllunar
í kirkjumálaráðuneytinu, þar sem þessar kirkjur eru sérstaklega taldar upp, telur kirkjuþing
ekki forsendur fyrir því að breyta umræddri reglugerð og ályktar að taka fyrir næsta mál
á dagskrá.
Við umræðuna lýstu nokkrir kirkjuþingsmenn því yfir, að þeir styddu frávísunartillöguna,
sérstaklega þar sem þeir eru hræddir við að koma nú fram með breytingu á lögum um
Jöfnunarsjóð sókna.
*
Sr. Arni Sigurðsson flutningsmaður tillögunnar sagði, að hún væri borin fram af illri
nauðsyn og nefndi, að kirkjubygging á Blönduósi hefði staðið yfir í 10 ár og söfnuðurinn
frekar fámennur. Minntist hann á aðrar kirkjur, sem líkt væri ástatt fyrir. Samt telur hann
ekki rétt að halda þessari tillögu til streitu. Fellur ekki frá skoðun sinni en biður um, að
tillaga sín sé dregin til baka.
Þannig kom frávísunartillagan aldrei til atkvæðagreiðslu.
223