Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 233
1990
21. Kirkjuþing
26. mál
T I L L A G A
til bingsályktunar um trúfræöslu fvrir fullorðna.
Flm. dr. Björn Björnsson og dr. Gunnar Kristjánsson
Frsm. dr. Björn Björnsson
Kjrkjuþing 1990 telur brýnt, aö hafinn veröi undirbúningur aö trúfræðslu fyrir fullorðna
meö skipulegum hætti.
Kirkjuþing samþykkir aö fara þess á leit viö guöfræöistofnun Háskóla íslands aö semja
álitsgerö um þetta málefni, er lögö veröi fyrir kirkjuráö.
Greinargerö
Kristin trúfræösla hefur frá upphafi verið eitt meginhlutverk kirkjunnar ásamt boöun
orðsins og líknarþjónustu (díakonía). Þjóökirkja Islands hefur á undarförnum árum lagt
áherslu á trúfræðslu barna og ungmenna, og ber aö þakka gott starf, sem unniö hefur
veriö á þeim vettvangi. Trúfræösla fyrir fulloröna er og fastur liöur í starfi kirkjunnar aö
því leyti, sem hún er þáttur í boöun orðsins. Ýmislegt bendir þó til þess, aö tímabært sé
að gera sérstakt átak til eflingar á trúfræöslu fyrir fullorðna. íslenskt þjóöfélag og íslensk
menning ber æ sterkari merki þess, aö fjölhyggja (plúralismi) hefur þar skotið rótum eins
og í öörum þróuöum löndum. Fjölhyggja birtist m.a. í margbreytileika á sviöi trúarviöhorfa
og hugmynda, eða trúmála í víðtækum skilningi. Margs konar trúarhugmyndum ægir
saman, sem sumar hverjar eru klæddar í "kristilegan" búning, þótt þær eigi fátt eitt skylt
viö kristna kenningu, meöan aðrar eru bersýnilega sóttar til framandi trúarbragöa. Aö
vissu leyti má hér greina fráhvarf frá efnishyggju fyrri áratuga, en um leið leit aö varanlegri
verömætum, sem gefa lífinu tilgang og merkingu. Kirkjan þarf aö mæta þessum straumum
með því aö skerpa sjálfsmynd sína, skýra málstaö sinn. Til þess að svo megi veröa þarf að
koma til markviss fræösla um kristna kenningu, m.a. á sviöi biblíufræða, trúfræöi, siöfræöi
og almennra trúarbragöafræöa.
Þess má aö lokum geta, aö ýmsar niöurstööur könnunar um trúarlíf íslendinga, sem nýverið
voru birtar, gefa æriö tilefni til aö sinna trúfræöslu viö hæfi fulloröinna betur en gert hefur
veriö til þessa.
Vísaö til allsherjarnefndar. (frsm. Guömundur Magnússon ).
Nefndin leggur til, aö tillagan verði samþykkt svohljóöandi:
230