Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 248
SVAR BISKUPS
,,Karismatíska vakningin“ er nafn á fyrirbæri, er hófst árið 1960
samtímis innan anglikönsku, lúthersku og rómversk-kaþólsku kirkjunnar í
Ameríku og í Bretlandi. Kom hún fram með þeim hætti, að náðargjafir
þær, sem greint er frá í Nýja testamentinu birtust meðal fólks, sem fór að
tala tungum og sýna í tilbeiðslu sinni ákveðna breytni, sem var framandi
fólki af þessum kirkjudeildum. Á síðustu öld hafði svipuð vakning komið
fram og leiddi hún til stofnunar hvítasunnuhreyfingarinnar.
Áhersla karismatísku vakningarinnar er sú, að heilagur andi starfi með
sýnilegum hætti í lífi einstaklinga og safnaðar og eigi gjafir hans að koma
í ljós á áþreifanlegan hátt. Leggur vakningin mikið upp úr frjálsri og
næstum óheftri guðsdýrkun. Fólk hneigist til bókstaflegs skilnings á
Biblíunni og gerir sér far um að endurlifa á sjálfu sér reynslu
fmmkirkjunnar eins og henni er lýst einkum í Postulasögunni.
Þegar vakning af því tagi verður innan rótgróinna og formfastra
kirkjudeilda, verður oft árekstur milli vakningafólksins og þess, sem
fyrir er í kirkjunni og oft hafa þeir árekstrar leitt til klofnings.
Karismatíska vakningin barst hingað til lands á ámnum upp úr 1970
frá Norðurlöndum og laðaði til sín fólk aðallega úr KFUM & K og vom
samtökin „Ungt fólk með hlutverk“ — UFMFt — stofnuð árið 1974.
Um 1980 urðu deilur innan UFMH um skímina og leiddu þær til
klofnings. Hópar, sem ekki viðurkenndu bamaskím, skipulögðu annars
vegar félag, sem nefnist Vegurinn - Kristið samfélag og hins vegar
félagið Trú og líf. Vegurinn hefur nú fengið löggildingu sem sérstakt
trúfélag.
Þessir hópar hafa þróast burt frá þjóðkirkjunni og sækja áhrif til hópa
og kirkna, sem koma úr allt annarri átt en hún.
Samtökin UFMH starfa innan þjóðkirkjunnar og viðurkenna sama
kenningargmndvöll og hún.
UFMH viðurkennir bamaskím og játar, að heilagur andi gefist í
skíminni. Að mati UFMH getur einstaklingur við afturhvarf, samfara
bæn og handayfirlagningu, öðlast fyllingu heilags anda, sem fram kemur í
tungutali og e.t.v. öðmm gjöfum andans. UFMH talar líka um „blómgun
skímamáðarinnar.“ Þetta aðgreinir þau samtök frá öðmm karismatískum
samtökum, þar sem menn tala um skímina sem hlýðnisathöfn, sem menn
gangast undir, þegar þeir hafa vit og þroska til. Innan annarra
karismatískra hópa er líka talað um „skím heilags anda“, sem er aðgreind
frá bamaskím og sést áþreifanlega í gjöfum heilags anda. Sums staðar
meðal karismatískra hópa tala menn um, að skímamáð sé eitthvað, sem
geti fimst og þurfi þá að endumýja með endurtekinni skím.
Með þessum hópum hefur síast margt, sem er framandi og eru
fyrirmyndir flestar sóttar til Bandaríkjanna.
245