Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 249
Meðal slíkra atriða má nefna biblíulega bókstafstrú eða þann
biblíulskilning, sem telur, að öll rit Biblíunnar hafi sama vægi og skuli
hlýða úrskurði hennar um öll mál, líka varðandi náttúruvísindi, félagsmál
og jafnvel heilbrigðismál. Slíkur biblíuskilningur er framandi lútherskri
kirkju, sem metur Biblíuna út frá innihaldi hennar og hefur
hjálpræðisboðskapinn eða fagnaðarerindið að mælikvarða um túlkun.
Annað framandi atriði er svo kölluð „framgangsguðfræði“, sem oft er
nefnd ,,dýrðarguðfræði.“ Á þetta atriði rót að rekja til
útvalningarkenningar Kalvíns, sem hélt því fram, að það kæmi berlega
fram í lífi einstaklinga, hvort þeir væm útvaldir eða ekki og veitti Guð
þeim framgang í lífinu, sem hann hefði útvalið. í nútímamynd kemur
þetta fram þannig, að menn geti með nægilega sterkri trú og heitri bæn
öðlast bæði auðæfi og góða heilsu og sé fátækt og heilsuleysi tákn um litla
trú. Framgangsguðfræði af þessu tagi hefur víða komið fram innan
karismatískra hópa og t.d. haft áhrif innan samfélagsins Vegurinn.
Á Norðurlöndum — einkum Svíþjóð — kveður mest að
framgangsguðfræði innan samtaka, sem nefnast Livets ord (Orð lífsins),
sem einnig hafa stungið rótum hérlendis. Orð lífsins er þverkirkjuleg
samtök kringum biblíuskóla í Uppsölum. Hefur starf þeirra valdið
miklum árekstrum innan allra kirkjudeilda á Norðurlöndum, einkum sú
áhersla áhangenda þeirra, að trúin beri sýnilega ávexti í velgengni, svo
að mótlæti, hvort heldur af völdum félagslegra atriða eða sjúkdóma, er
talið stafa af vantrú. Rekast slíkar kenningar því miður oft á harðan
raunveruleika lífsins og valda angist í huga þeirra, sem njóta ekki
framgangs og vegsemdar. Er víða á Norðurlöndum hafin skipulögð
starfsemi til bjargar fólki, sem hefur ánetjast þessum flokki og beðið
skipbrot á sálu sinni.
Samtökin Orð lífsins eru þverkirkjuleg þ.e..áhangendur þeirra tilheyra
mörgum kirkjudeildum. Hafa nokkrir prestar innan sænsku kirkjunnar og
annarra kirkjudeilda í Svíþjóð ánetjast þeim og halda þeir fram
áhersluatriðum samtakanna í boðun sinni, sem oft hefur valdið árekstrum
innan safnaða, ekki aðeins þjóðkirkjusafnaða, heldur og annarra t.d.
hvítasunnusafnaða. Þó að þjóðkirkjuprestar hafi verið kærðir skilst mér
samt, að það hafi reynst erfitt að finna neitt það gegn þeim beinlínis í
kenningu eða breytni, er væri brottrekstrarsök.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur að vera vítt til veggja og hátt til lofts
innan kirkju, sem er þjóðkirkja. „Sértrúarhópur“ er beinlínis stofnaður
utan um tiltekna reynslu og telur innan sinna vébanda fólk, sem deilir
þeirri reynslu. Þjóðkirkjan endurspeglar hins vegar margs konar reynslu
margs konar fólks og getur verið opin fyrir því að taka á móti nýrri
reynslu.
Karismatísk vakning er þess konar reynsla, sem getur orðið til gagns
innan þjóðkirkjunnar og auðgað hana reynslu, svo að ekki má slá hendi
gegn henni fyrirfram. Hún getur auðgað trúarlíf einstaklinga og safnaða,
246