Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 252
kirkjuþings séu á dagskrá.
Ég ætla ekki aö fjalla um einstök mál þingsins. Þau eru öll fersk í huga. Aðeins
minna á nokkurt nýmæli í fyrirspurnartíma, sem tekinn var á dagskrá eins og þingsköp
leyfa og áréttaö var í endurskoöun þeirra. Ég hygg, aö þetta nýmæli sé þýðingarmikiö, en
verður aö gæta þess, hvernig aö er staöið. Eðlilegast er, aö spurningar séu stuttar og
hnitmiöaðar og svörin þá ekki alltof löng heldur. Þó aö þingsköp geri ráð fyrir því, aö efni
fyrirspurna séu kynnt degi áöur en fýrirspurnartíminn er á dagskrá, þá er hægt aö gera það
munnlega og hafa fýrirspurnirnar þannig einnig. Gefst þá líka fleiri þingmönnum en
fýrirspyijanda einum kostur á aö koma með sínar athuganir.
Ég vil þakka öllum þeim, sem unniö hafa aö málum, sem hér hafa veriö á dagskrá.
Sérstaklega þakka ég fráfarandi kirkjuráöi fyrir samstarfið þann tíma, sem ég hef gegnt
forystu í því. Nú þegar nýtt kirkjuráð hefur veriö kosiö og tveir úr hinu fráfarandi gáfu
ekki kost á endurkjöri, vil ég sérstaklega endurtaka þakkir mínar til séra Jónasar
Gíslasonar, vígslubiskups og Kristjáns Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra. Þeir hafa setiö
í ráöinu í átta ár og sést þess víöa staöur, aö þeir hafa komið að málum. Hygg ég gott
til þess aö hafa þá áfram í nánd og geta leitað til þeirra og falið þeim verkefni. En
vígslubiskup mun vitanlega sitja fundi kirkjuþings svo sem verið hefur.
En nú hverfur séra Sigurður Guðmundsson af þingi og lætur af starfi vígslubiskups
í Hólastifti á næsta ári. Hann hefur verið kirkjuþingsmaöur og setiö í kirkjuráöi og veriö
forseti þess þann tíma, sem hann gegndi biskupsstörfum í forföllum herra Péturs
Sigurgeirssonar. Séra Sigurður er vel kunnugur málum kirkjuþings og hefur unniö að
framgangi þeirra af kostgæfni svo sem hann hefur innt alla þjónustu sína af hendi. Þakka
ég honum ekki síst fyrir samstarfið hér og annars staöar aö málefnum íslenskrar kirkju og
bið honum og þeim öðrum, sem hér er þakkaö blessunar Guðs.
Þá þakka ég starfsfólki biskupsstofu, sem hér hefur veriö fleira viö störf á kirkjuþingi
en áöur hefur þekkst. Framlagiö hefur verið ómetanlegt og má m.a. sjá þaö í umþöllun
fjölmiðla, sem hefur veriö bæði með meira móti og betra móti en við eigum aÖ venjast.
Þakka ég þeim öllum svo og starfsfólki Bústaöakirkju fyrir lipurö alla og fúsleika til aö búa
sem best aö kirkjuþingi.
Nýtt kirkjuráð býð ég velkomið, en fagna því um leið, að ekki uröu meiri
mannaskipti en raun ber vitni, svo aö enn eru þeir í ráöinu Gunnlaugur Finnsson og séra
Jón Einarsson. Er gott aö njóta reynslu þeirra, þekkingar og vinnufúsleika. Og uröu
nokkur þáttaskil í þessu karlasamfélagi, þegar konur voru kjörnar varamenn í kirkjuráð í
fýrsta skipti í sögu þess, rétt eins og kona hefur ekki áður veriö valinn varaforseti
kirkjuþings. Er þetta gott og sjálfsagt. Ekki aöeins af því aö konur eru valdar, heldur af
því að hér er um hæfar konur aö ræöa, sem skila sínu hlutverki með sóma.
Þá þakka ég einnig kirkjumálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartssyni og ráðuneytisfólki fýrir
samstarf og ánægjulegt boð. Þaö er mikils viröi aö samvinna sé á sem flestum sviöum
miili ráöuneytis og kirkjustjórnar og sá fundur, sem ég átti meö starfsfólki biskupsstofu með
ráöherra og starfsmönnum ráöuneytisins var mjög þarfur og veröur vonandi áfram fastur
liöur í störfum þessara aðila.
249