Són - 01.01.2015, Blaðsíða 17
„Berðu mér ei BlAndAð vín“ 15
Sáldað hef eg Fjölnirs feng,
fenginn snúið ljóða streng,
strenginn slitið harma hér,
héra gladdan ísa ver.13
Meðal yngstu rímna má nefna RÍMUR AF ÞÓRÐI HREÐU eftir Hallgrím
Jónsson (d. 1860) en hann talar um að „Kvásis blæði opnuð æð / enn á
kvæða grundir.“14 Að lokum skal nefna dæmi úr GÖNGU-HRÓLFS RÍMUM
Bólu-Hjálmars (d. 1875) sem var samtímamaður Sigurðar Breiðfjörð:
Lengist dagur, ljóða slagur
lífgi sinni,
fríð ef þiggur falda bryggja
Fjölnis minni.15
Af þeim dæmum sem hér hafa verið tekin má sjá hvernig rímnaskáldin
studdust við umrædda goðsögn í líkingamáli sínu í gegnum tíðina og að
um er að ræða greinilega samfellu, allt frá frumskeiði rímnakveðskapar
og fram á síðari aldir. Svo virðist sem líkingamálið hafi alla tíð verið
nokkuð staðlað þótt ekki sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi, enda
krefðist það sérstakrar rannsóknar; ýmislegt bendir þó til þess að rímna-
hefðin hafi tekið breytingum í gegnum tíðina og að þróun hafi orðið
á kveðskapargreininni, líkt og öðrum greinum bókmennta.16 Varðandi
það líkingamál sem hér um ræðir má greina nokkra breytingu í með-
ferð rímnaskáldanna frá elstu rímum og til þeirra yngri. Þetta sést vel í
samanburði á nokkrum miðaldarímum og þeim sem Sigurður Breiðfjörð
orti og fjallað verður um hér að aftan.
13 Brávallarímur II 5 (Árni Böðvarsson 1965:9).
14 Rímur af Þórði hreðu XI 1.1–2 (Hallgrímur Jónsson 1852:118).
15 Göngu-Hrólfs rímur XIX 1 (Hjálmar Jónsson frá Bólu 1965:175).
16 Í nýlegri MA-ritgerð voru rímur af Gretti sterka eftir þrjú rímnaskáld frá 15., 17. og
19. öld bornar saman með það að markmiði að athuga þróun rímnahefðarinnar með
tilliti til skáldamáls og viðhorfs til frumtextans. Niðurstaðan var sú að auk þess sem
skáldin meðhöndluðu söguefnið með sínum persónubundna hætti, t.d. með því að
leggja mismikla áherslu á einstaka efnisþætti, gera skapgerð söguhetjunnar misjafnlega
góð skil, vinna með ólíkum hætti úr málsháttum og dróttkvæðum vísum, og að lokum
með mismunandi umfjöllunarefni í mansöngvum, mátti greina í rímum þeirra þróun í
notkun skáldskaparmálsins, auk þess sem skáldin töluðu til samtíðar sinnar í gegnum
skáldskapinn, t.d. með því að taka inn nýyrði; rímnamálið fylgir því almennri þróun
tungumálsins og í mansöngvum sínum tala skáldin ávallt til samtímans hverju sinni
(Eva María Jónsdóttir 2015).