Són - 01.01.2015, Blaðsíða 47
ljóðAHljóð 45
Sigurjón bendir á að í „dróttkvæðunum fornu er meira ómrænt á yfir-
borðinu, en sá hljómur er skyldari málmhljóði (orrustuglamri?) en niði
af undiröldum sálarlífsins …“. Sjálfur gefur Sigurjón sínum ljóðum þá
einkunn að þau séu „meira ómræns eðlis“ og þykir líklegt „að þeim verði
tekið heldur fálega af þeim mönnum, sem einkum hafa lagst á hugi við
myndræna ljóðagerð“ (1928:5).
Flutningur
Lengi vel voru ljóð ekki lesin í hljóði, heldur flutt eða sungin. Carsten
Elbro og Christian Kock greina frá því að á fimmtándu öld sást til ensks
aðalsmanns þar sem hann sat og las á bók og þótti þá sýnt að hann
væri ekki með öllum mjalla. (Elbro og Kock 1984:25). Síðan varð sú
breyting á að ljóð voru oftast lesin í hljóði sem vissulega vekur spurn-
ingu um hvort hljóðið hafi ekki glatað einhverju af mætti sínum – og hér
kemur vitaskuld að lesandanum. Vissulega má segja með nokkrum rétti,
þótt það eigi misvel við eftir ljóðum, að birting ljóða í rituðu formi sé
bæði ónákvæm og ófullkomin í eðli sínu. Goethe skrifaði til dæmis um
þetta: „Schreiben ist ein Missbrauch der Sprache, stille für sich lesen
ein trauriges Surrogat der Rede“ (sjá Fafner 1989:67). Upplestur ljóða er
mikilvægur og getur ráðið úrslitum um hvort hljómur þeirra nýtur sín
eður ei. Lilian Munk Rösling hefur það eftir þýska heimspekingnum
H.G. Gadamer að bókmenntatextar séu þess eðlis að maður verði að
leggja eyrun við lesmálið; fyrir Gadamer er texti, þótt ekki heyrist hann,
í eðli sínu hljómur (sjá Munk Rösler 2010:73).
Erik A. Nielsen og Svend Skriver fjalla töluvert um þetta mál og taka
undir með Gadamer:
Men bortset fra modernismens såkaldte skriftdigtning, som digterne
med forsæt har bundet til sin plads på tryksiden, må størstedelen
af den trykte lyrik regnes for et partitur, en skrift, der venter på at
blive forvandlet til klingende sprog på ny, gennem sang, recitation
eller anden fremførelse. Lyrikernes oplæsning af egne værker opleves
stadig som den „egentligste“ oplevelse af digte.
Þeir minna á að áður fyrr hafi ljóðið með hrynjandi sinni og hljómi verið
„en væsentlig kilde til, at det sagte kunne bevæge hjertet og indprente sig
i hukommelsen …“ og bæta við: