Són - 01.01.2015, Blaðsíða 78
76 Þórður HelgAson
Fagra strindi, fyll mig anda,
fá mér styrk, svo verðugt yrki!
Kvöldar yfir og fagurfoldu
faldar skugginn bláu tjaldi.
Einn ég stend í eikilundi,
uni vel, þó deyi funi.
Brenn mér anda, brjóst og lyndi,
blessað kveld, með heilögum eldi!
Klasinn ll [dl]
Um hljóminn í ll (dl) gegnir sérstöku máli. Mjög mörg skáld hafa not-
fært sér hann til að mála hvell hljóð margs konar, mikil átök og fyrirgang
dýra og náttúru, og virðist falla vel að því, ekki síst í rímatkvæðum og
sakar þá ekki að um karlrím sé að ræða. Rímnaskáldin kunnu vel að færa
sér þetta i nyt þegar dró til tíðinda á vígvöllunum. Sigurður Breiðfjörð
beitir þessu víða og birtast hér tvær vísur, sem standa saman úr Rímum
af Núma kóngi Pompílssyni, sjöundu rímu. Í vísunum er um dýrari hátt
í rími að ræða en í rímunni í heild, eingungis að því er virðist til að ná
fram fleiri dl-hljóðum (Sigurður Breiðfjörð 1903:51):
Örvar hellast, ógnir hrella, Skatna tryllist skap óveila,
iður vella rauðlitaðar, skjómar snilli og ró þó spilli,
sverðin skella fólk og fella, reykur illi hafið heila,
feigð um velli köstum raðar. himins milli og jarðar fyllir.
Og síðar, í nítjándu rímu (1903:109):
Veitast snjöllum voða spjöll, Hér næst snjöllum höggið skall,
vanda öllum hvata, af hlífar trölli sjóla;
bleyta völlu boða föll, hraut á völlinn heila fjall,
brynju tröllin gnata. hittu föllin dóla.
Í frægri hetjulýsingu Gríms Thomsen í ljóðinu SVEINN PÁLSSON OG KÓPUR
er því lýst er Sveinn lætur fljót í miklum vexti ekki hamla för sinni til að
bjarga konu í barnsnauð. Í ljóðinu fer fyrst fram samtal á fljótsbakkanum
milli Sveins og kunnugs manns um fljótið og Sveinn er varaður við en
lætur sér ekki segjast og leggur á djúpið. Breytist þá allt svipmót textans
í tveimur erindum og ber fyrri vísan meira rím (ll) en aðrar í ljóðinu til
að dl-hljóðið njóti sín betur (Grímur Thomsen 1969:219):