Són - 01.01.2015, Blaðsíða 65
ljóðAHljóð 63
Eigi er ein báran stök;
yfir Landeyjasand
dynja brimgarðablök,
búa sjómönnum grand,
búa sjómönnum grand;
magnast ólaga afl,
einn fer kuggur í land;
rís úr gráðinu gafl,
þegar gegnir sem verst,
níu, skafl eftir skafl,
skálma boðar í lest,
eigi er ein báran stök
ein er síðust og mest,
búka flytur og flök,
búka flytur og flök.
Í flestum eða öllum dæmum um notkun sérhljóða, bjartra eða dimmra,
kemur í ljós að þar skiptir mestu máli samspil þeirra og samhljóðanna
sem undir taka, auk sjálfs efnisins. Þetta sést vel í tveimur erindum
ljóðsins HULDUR eftir Grím Thomsen, öðru erindi og hinu fimmta. Í
fyrra erindinu er logn, Rán sefur og bærir ekki á sér, undirstrauminn
dreymir ljúfa drauma. Í hinu síðara eru hafsins vættir vaknaðar, kominn
stormur og öldurnar rísa sífellt hærra (Grímur Thomsen 1969:355–357):
Raular undir Dunar sláttur,
Rán í blundi dýrri er háttur
rótt og vægt, drósar brags,
lognið sprundi tekur hún brátt
ljúft er þægt, til Tröllaslags:
og í draumi Magnast stormur,
undirstraumur Miðgarðsormur
ymur stilt og hægt, makka kembir fax,
haf er silfurfægt. kenna knerrir blaks.