Són - 01.01.2015, Blaðsíða 81
ljóðAHljóð 79
Ljóst er að dl-hljóðið hefur margs konar hlutverki að gegna í ljóðum en
þau eiga það þó sammerkt að alls staðar er lýst einhvers konar átökum
og hraða.
Sveifluhljóðið r
r-ið í íslensku í framstöðu orða eða ef það stendur á eftir sérhljóða, ekki
síst ef r-ið er langt, getur haft mikil áhrif og ráðið miklu um hljóm
texta. hr-, pr-, br-, kr-, gr, tr-, dr og þr-hljóðin setja einnig sitt mark.
Grímur Thomsen nýtir þessi hörkulegu hljóð í ljóði sínu um Gretti. Hér
er átökum þeirra Gláms lýst og r-in draga síður en svo úr fyrirganginum
(Grímur Thomsen 1969:183–184):
En – stórum verri en kviku kaunin
og kramið hold, svo skiptir litum,
er hinn rotni dauða dauninn
draugsins fram úr köldum vitum;
moldugum nasir möðkum hnerra,
másar ginið því, sem er verra.
Biti klofnar, brestur sperra,
brotizt er svo hamrammt um;
ekkert mundi þó vera verra
en verða undir skálanum;
Grettir á lífsins heitir herra
að hjálpa sér áður en kraftar þverra.
Bólu-Hjálmar notar r-hljóðin óspart í lýsingu sinni á árferði í ljóð-
inu VEÐRÁTTA 1866. Lesandinn skynjar lífsbaráttuna í gegnum þau. Vísa
Hjálmars er undir dróttkvæðum hætti sem gefur henni aukinn styrk
með hendingunum (Hjálmar Jónsson frá Bólu 1949b:150):
Hörð er nú hríð að norðan,
harðræði sjós og jarðar
hörð lokar hrímröst firði,
harðlokast ey þín, Garðar.
Hörð eg tíðindi heyrða,
Hjarðatal víða skarðar;
hörð syndahegning verður,
harðan dóm guð ákvarðar.