Són - 01.01.2015, Blaðsíða 56
54 Þórður HelgAson
samræmi hljóms og efnis, að ég þekki ekki slíks líka á voru máli. Það er
eins og maður heyri marra í ísnum undan sköflunum þegar maður les
t.d. fyrsta erindið“ (Jón Ólafsson 1998:156).
Guðmundur Friðjónsson fagnar hundrað ára ártíð Jónasar
Hallgrímssonar árið 1907 með grein sem hann skrifar í Eimreiðina og
nefnir 1807−1907 og leggur út af sóLsetursLjóÐi Jónasar:
»Hníg þú hóglega
í hafskautið mjúka,
röðull rósfagur!
og rís að morgni,
frelsari, frjó[f ]gari,
fagur guðsdagur!
blessaður, blessandi
blíður röðull, þýður!«
Jónas Hallgrímsson kemur fram í þessari vísu í dýrð sinni og Bragaveldi,
í málsnilli, formhegi [no. dregið af hagur], unaði, frumleik og töfra-
ljóma, hátign og hæversku …
Hátturinn er einfaldur og forn að eðli sínu og atkvæða skipan.
Fornskáldin skreyttu hann ekki né tildruðu honum til.
En Jónas gerir úr honum gullfjallað víravirki með því að segja:
fagur guðs dagur og blessaður, blessandi, blíður röðull þýður og annað
því um líkt, bæði í þessu kvæði og öðrum.
Þessar samhendur fegra háttinn mjög mikið og gera þann hrynj-
anda í hann, sem margfaldar unaðinn og hefur háttinn upp í æðra
veldi, heldur en fornyrðahættir hafa áður komist, þó að vel væru
kveðnir.
(Guðmundur Friðjónsson 1907:184–185)
Líklegt er að Jóni Ólafssyni hefði þótt þessi úttekt á ljóði Jónasar fremur
snautleg; Guðmundur leggur áherslu á g-in í fagur og dagur, en tengir
þau ekki við g-in í hníg og hóglega. Hann skáletrar íð og ýð í síðustu
línunni en lætur hjá líða að tengja í/ý-in við hníg og rís og ð-in við röðull
(á tveimur stöðum) sem sannarlega hljóma í eyra.
Guðmundur rekur þýðleik og mýkt sem einkenndi hljómana í ljóða-
gerð Jónasar til ævikjara hans:
Og hverjum mundi vera í lófa lagið, að ná vatna niði og linda ljóðmáli
í hörpu sína, ef eigi þeim manni, sem lifað hefir á fjöllum og legið
úti í sumardýrðinni í Hulduríki. Jónas reyndi eigi hitt: að ganga á