Són - 01.01.2015, Blaðsíða 176
174 mikAel mAles
Svona uppbótarhendingar eru notaðar í þremur af fjórum mögulegum
vísorðum í báðum vísum, en venjulegar hendingar í hinu fjórða.3 Þessi
stíll er þar með mjög reglulegur á sinn hátt, þótt við eigum því ekki að
venjast að sjá þess háttar kerfi.
Þessi tvö stílafbrigði, dunhendur og uppbótarhendingar, eru brag-
fræðilega jafndýr og venjulegur dróttkvæður háttur. Annað er uppi á
teningnum um hinn fjórða stíl, með mjög óreglulegum hendingum,
beinni orðaröð og fáum en einföldum kenningum. Þetta er stíll hins sjö
ára Egils og tveggja ónafngreindra dætra. Svona vísur koma í flokkum,
svo sem vísur 12–14 og 48–50, en nokkrar stakar vísur sýna líka þennan
stíl (7, 9, 44).4 Fyrsti flokkurinn er eignaður Agli–ónafngreindri dóttur–
Agli og stíllinn virðist þess vegna ekki vera tengdur skáldinu heldur því
á hvaða stað í sögunni vísurnar standa. Vísa 12 sýnir best hvernig þessar
vísur hafa verið ortar (hendingar í skáletri, áherslulaus upphafsatkvæði
í feitletri):
Upp skulum órum sverðum,
ulfs tannlituðr, glitra,
eigum dǫ́ð at drýgja
í dalmiskunn fiska;
leiti upp til Lundar
lýða hverr sem bráðast,
gerum þar fyr sjǫt sólar
seið ófagran vigra.
3 Vísuorð 36.5–6 verður að lesa með samdrætti (e. cohesion): þar˯nautk enn sem optar
/ arnstalls sjǫtulbjarnar (Egils saga 1933:200; Skj B I 48 (27); A I 55; sbr. Háttatal
(Snorri Sturluson 1999:83–84). Eins og hún stendur í útgáfum vantar hendingu í vísu
54. 5, án uppbótarhendingar. Vísuorð 5–6 eru: skalat at grundar Gylfa | glaums mis-
fengnir taumar (taumar hafhestsins skulu eigi verða misfengnir) (Egils saga 1933:273;
Skj B I 42 (5; Finnur skrifar of í stað at)). Vandamálið er að /l/ rímar ekki við /lf/
(Myrvoll 2014:62–63). Í eina handritinu, Möðruvallabók, stendur þó ekki Gylfa heldur
gilia (Skj A I 48 (5)). Það er Finnur sem hefur tekið rímið í burtu í ‘en i grafiskt
henseende meget ubetydelig forandring’ (Finnur Jónsson 1884:118), og allir hafa síðan
fylgt honum. Líklega vissu Finnur og aðrir útgefendur eigi að /l/ rímar eigi við /lf/, en
hér hefur skrifarinn rétt fyrir sér, þótt margt annað sé skrýtið í þessari vísu og nokkuð
óvíst hvernig á að skilja hana (skalat fyrir skulut, at með eignarfalli í stað þágufalls,
erðgróins sjalfstætt heldur en sem einkunn m.fl.).
4 Egils saga 1933:100–101, 109, 119–121, 224–225, 230–31, 268–69; Skj B I 42 (1),
43–44 (3, 6–7), 51 (38–40), 603 (3–4); A I 48, 49, 58, 603–604. Það er nokkuð vafa-
samt hvort vísa 50 má teljast í flokki með 48 og 49, þar sem hún kemur talsvert seinna
í sögunni, en orðasambandið hlífar hneitiknífum (49) / hlífar skelfiknífum (50) sýnir að
þessar vísur eru tengdar. Seinni helmingur 50. vísu er næstum því reglulegur og mjög
torskiljanlegur og getur vel verið eldri en hinn fyrri.