Són - 01.01.2015, Blaðsíða 40

Són - 01.01.2015, Blaðsíða 40
38 Þórður HelgAson Margfrægt dæmi um hljóm orðs í samræmi við hugtak er enska orðið spring um árstíð gróandans. Á eftir iðbjörtu sérhljóði kemur raddað samhljóða-samband syngjandi og klingjandi. Orðið minnir á sólskin og fuglasöng með hljómi sínum einum saman. Þessu glaða orði sam- svarar í íslenzku orðið vor, eitthvert dapurlegasta orð í heimi. Kannski hæfir það þeirri árstíð þegar búpeningur fellur úr hor, og hrafnar éta gor. Þetta hrollkalda or-hljóð hefur reyndar öðlast heimsfrægð fyrir sinn ömurleik vegna hins alkunna kvæðis Edgars Allans Poe, The Raven. Hann gefur látinni unnustu nafnið Lenore, og þaulrímar svo allt kvæðið á móti viðlaginu „Nevermore“, sem magnar merkingu sína með sjálfum svip orðsins. Þegar bráir af skáldinu og hann leitar huggunar í hlýjum minningum, þá heitir stúlkan hans ekki Lenore, heldur Annabel – Lee eða Eulalie, og hin björtu sérhljóð í fylgd með gælandi l-hljóði ráða síðan rími og um leið öllu yfirbragði heilla kvæða. (Helgi Hálfdanarson 1998a:134–135) Hinn harða dóm Helga yfir orðinu vor má skilja ef eingöngu væri hlustað á hljóðan þess eina og sér án tengsla við merkingu. Það segir hins vegar ekki alla söguna. Þjóð, sem um aldir hefur beðið vorkomunnar eftir langa og harða vetur, vorskipunum, vorboðunum og vorvindunum, hefur naumast á tilfinningunni að orðið vor sé dapurlegt orð; öllu heldur boði það fögnuð, fegurð og von. Það sem Helgi hefur að segja um vorið fjallar Vilh. Andersen um í verki sínu Sprog og Litteratur og kallar bitone, sem veldur annaðhvort virðisauka orðsins eða það gjaldfellur (Andersen 1914:49). Sé hlustað á orðið ís með þessum eyrum Helga mætti með nokkrum rétti halda því fram að ís væri meðal fegurstu orða tungunnar. Þó kemur aftur að því að við verðum að skoða orðið í víðara samhengi. Það má til sanns vegar færa að orðið ís hljómi fagurlega í eyrum barns sem þykir ekkert smakkast betur en ís. En orðið á sér vitaskuld aðra sögu, langa og oft dapurlega, sem sannarlega gerir það lítt fýsilegt eyrunum. Um langan aldur barðist þjóðin við þennan „landsins forna fjanda“, ísavetur langa og miskunnarlausa, og horfði á fénað sinn, jafnvel börn sín, dragast upp vegna hungurs og kulda. Þannig er tilfinning fólks fyrir einstökum orðum mjög einstaklings- bundin og kemur þar margt til eins og þessi dæmi sýna. Við getum myndað orð án merkingar sem hljóma illa í eyrum, en orð með merk- ingu í málinu eru áreiðanlega hvorki ljót né fögur, dapurleg né glaðleg,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.