Són - 01.01.2015, Blaðsíða 49
ljóðAHljóð 47
man kan, men er, som nævnt, delvis bundet af sine egne, sin tids og
sin kreds stilbegreber.
(Arnholtz 1966:27)
Þannig er flutningurinn aðalatriðið, en þar blasa vandamálin við; getur
fólk komið sér saman um flutninginn, hinn rétta flutning? Hvaða fólk?
Fólk í sama umhverfi, með sama bakgrunn og sama smekk? Hvað með
hina? Því má velta fyrir sér hvort góður og réttur flutningur getur átt sér
stað án þess að ljóðið sé áður greint. Hver skal greina og hvaða greining
er rétt og hver á að meta það?
Anne-Marie Mai minnist Natalie Zadre („den gamle skolegrund-
lægger“) sem lét hefðbundna greiningu og túlkun ljóða lönd og leið en
las þess í stað upp. Upplestur hennar var næg greining og túlkun (Mai
1991:13).
Matthías Jochumsson lýsir hlutverki innra eyrans einstaklega vel í
grein sem hann skrifaði árið 1907 og birti í tímaritinu Óðni:
Þegar jeg fer einn saman um farinn veg og landslagið umhverfis er
hversdagslegu lesmáli líkt, verður mjer oft til dægrastyttingar að
tyggja vísuspotta, eins og aðrir tóbakslauf, án þess að íhuga efni eða
innmeti þess spotta; er þá eins og erindið eða hendingin haldi fastara
í mig en jeg í vísuna, enda hugsa jeg þá ýmist um ekki neitt, eða eitt-
hvað annað en það sem jeg er að stagast á. Þó er það ekki sjaldan að
vísan, eða stúfurinn, á eitthvað sjer til ágætis. Oft eru það fornvísna-
stúfar úr sögunum, sem jeg þannig tönglast á. Jeg man eftir, að fram
undir hálfa þingmannaleið hef jeg stagast á hendingum eftir Einar
skálaglam, og mest á þessum vísuorðum:
Fjallvöndum gaf fylli,
fullr varð, en spjör gullu,
herstefnandi, hröfnum,
hrafn á ylgjar tafni.
… Það er eimur hljómfyllingarinnar, sem hálfvakandi hvílir bak við
hlustirnar, – það er hann, sem hefur hald á mjer. Og svo er eflaust
um aðra. En stundum stagast ég á stökum frá bernskunni, eða þá á
hestavísu. En þó fer jeg oftar með hið forna – ekki efnisins vegna, og
enn síður andríkisins vegna … Nei, það er hljómur og list – hin lengi
fágaða list, sem dillar eyranu eða tilfinningunum … Einkennilegt er,
og þó eðlilegt, að hinar elstu vísur og kviðubrot, sem geymst hafa frá
hinni eilífu þögn, – það er flest hreimmikið, hefur það, sem forn-
menn unnu og möttu mest.
(Matthías Jochumsson 1907:14)