Són - 01.01.2015, Blaðsíða 105
ljóðAHljóð 103
að „ríman um berserkjadrápið sé snjöll og vel orkt undir hljómríkum
hætti … (Guðmundur Friðjónsson 1898a:35).
Oehlenschläger leikur sama leikinn og Matthías, að mynda eins
konar hljóðgervi með nokkrum orðum í GULDHORNERNE þegar fyrsta
hornið er fundið (Oehlenschlæger 1966:71):
En sagte Torden
Dundrer!
Hele Norden
Undrer!
Hér verða hljóðin tord, dundr, nord, undr að eins konar hljóðgervi sem
undirstrikar tíðindin; náttúran tekur undir með þrumum.
Í Rímum af Þórði hreðu lýsir höfundur þeirra, Hallgrímur Jónsson,
hraðferð á hesti og gerir háttinn miklu dýrari í rími en ríman krefst, ein-
göngu til að auka áhrif ferðarinnar með ákveðnum hljóðum sem skoða
má sem hljóðgervi: und, þand, und, dund, mund, jafnvel einnig spring
(sjá bls. 71).
Það sem mestu máli skiptir er að mörg skáld ná, eins og Matthías
með dæminu hér að ofan, með skapandi hætti að mála hljóð þannig að
þau taka virkan þátt í merkingu textans (ljóðsins). Öll hljóð geta þar lagt
sitt til málverksins.
H E I M I L D I R
Albeck, Ulla. 1973. Dansk Stilistik, Gyldendal, Kaupmannahöfn.
Andersen, Vilh. 1914. Kritik. Sprog og Litteratur. Gyldendalske Boghandel.
Kaupmannahöfn.
Arnholtz, Arthur. 1966. Dansk verslære. Til brug ved undervisning og selv-
studium I. Historie og teori. Akademisk Forlag, Kaupmannahöfn.
Ágústa Ósk Jónsdóttir. 2014. Undir berjabrekku. Félag Ljóðaunnenda á
Austurlandi, Fáskrúðsfirði.
Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld og síra Hallgrímur Pétursson. 1956. Rímur
af Flóres og Leó. Rit Rímnafélagsins VI. Finnur Sigmundssoon bjó til
prentunar. Rímnafélagið, Reykjavík.
Bo, Alf. 1936. Ordlyd og Ordbetydning. Danske Studier I. Ritstjórar Gunnar
Knudsen og Marius Kristensen, bls. 97–112.
Bókmenntir a. 1906. [Án höfundar.] Þjóðólfur 58, 47:179–180.
Bókmenntir b. 1906. [Án höfundar.] Þjóðólfur 58, 54:205–206.
Brix, Hans. 1911. Gudernes Tungemaal. Gyldendalske boghandel. Nordisk
forlag. Kaupmannahöfn og Kristiania.