Són - 01.01.2015, Blaðsíða 55

Són - 01.01.2015, Blaðsíða 55
ljóðAHljóð 53 undan hljóðstaf með ð-i á eftir, og linu l-in, sem enda atkvæðin „dal“ og „hól“ – alt þetta er sett hér af inni fullkomnustu list. Séu hér aðrir óþjálli stafir settir, eða orð með öðrum stöfum óþjálli, á sömu staði í vísuorðunum, og þó jafn-dýrt verði rímið að öðru leyti, þá er alt í einu horfin öll „músíkin“ úr málinu. En eins og það nú stendur hjá Jónasi: „Glöðum fágar röðul-roða reiðar-slóðir, dal og hól,“ þá velta linstafirnir sér í faðmlögum við hljóðstafina á dúnmjúkum hljómöldum að eyrum oss og kitla fegurðartilfinning heyrnarinnar svo óðviðjafnanlega þægilega. Það er þetta – það er búnings-fegurðin – það er ið listfagra form, sem Jónas leiðir inn í íslenzka ljóðagerð, og hefir form-hagleikann til að bera svo mikinn, að hann ber þar af öllum. Við það að Jónas lifði og kvað, hafa formfegurðar-kröfurnar hækkað hundraðfalt hjá oss. (Jón Ólafsson 1900:189–190) Þessa skýringu Jóns Ólafssonar má kalla fyrstu greiningu íslensks ljóðs þar sem hljómur situr í fyrirrúmi. Um hljómalistina og gildi formsins fer Jón fleiri orðum: Ég hefi prédikað það fyrir nærfelt þrjátíu árum, að mest væri í öllum ljóðskáldskap eða „lýriskum“ skáldskap komið undir þremur atriðum, og þau væru þessi: fyrsta atriði – formið; annað atriði – formið; og þriðja og síðasta atriði – formið! … Að formfegurðin, orðskrúð og hljómur, er svo þýðingarmikill þáttur í lýriskum skáldskap, það kemur af því, sem nafnið lýriskur bendir oss á. Lýriskt kvæði er eiginlega harp- kvæði, ljóð, sem sungið er og leikið undir á hörpu … Eins og músíkin, in hreina tón-list, talar til tilfinninga vorra gegn um eyrað án meðalgöngu orðanna, þannig talar ljóðskáldið til tilfinninga vorra gegn um eyrað fyrir meðalgöngu bæði hljóms og orða. (Jón Ólafsson 1900:190–191) Áður hafði Jón Ólafsson, sem var yfirlýstur fjandmaður Einars Benediktssonar, fjallað um fyrsta verk Einars, Sögur og ljóð, og ekki fundist mikið til um skáldskap óvinarins – þar til kemur að ljóðinu HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ, sem Jóni finnst vera „…meistarastykki höfundarins. Það eitt mundi ávalt halda uppi nafni hans sem skálds, þótt hann hefði ekkert annað kveðið. Mér þykir það eitt með falleg- ustu kvæðum á íslenzku, og fyrstu þrjú erindin hafa til að bera þá list í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.