Són - 01.01.2015, Blaðsíða 54
52 Þórður HelgAson
Fimmtán árum síðar, árið 1897, birtist svo í tímaritinu Bjarka Brjef
frá Jóni Ólafssyni til ritstjóra Bjarka. Jón hefur þar langt mál um rím og
ljóðstafi, ekki síst lýti mörg á þeim, en hyggur svo að öðru:
Jeg þori nú ekki annað, en að fara að hætta að tala um rím, og þó
liggur mjer enn margt á hjarta að benda á í þessu efni, t. d. þá hljóm-
fegurð, sem legið getur í haglegu orðavali. Hvað margir hafa t. d.
tekið eftir, hve mjúklega fara í máli linstafirnir í þessum vísuorðum
hjá Jónasi Hallgrímssyni í »Skjaldbreiðs«-kvæðinu hans:
»Glöðum fágar röðul-roða
reiðar-slóðin, dal og hól«.
Eða hvernig hnökur harðra samhljóðenda getur fegrað og aukið
áhrifin snildarlega, þegar það á vel við efnið? Jeg vil í því efni minna á
kvæði Einars Benediktssonar um »Odd á Miklabæ«, þar sem hljómur
orðanna ósjálfrátt vekur upp fyrir huga man[n]s skafla-gnístrið í
skrofóttum ís.“
(Jón Ólafsson 1897:37)
Jóni hefur greinilega verið málið hugleikið og 11. mars árið 1900 flytur
hann fyrirlestur, „tölu“, í Reykjavík fyrir Stúdentafélagið þar sem hljóm-
listin í skáldskap Jónasar kemur mjög við sögu. Þar segir hann þetta:
Ég skal taka til dæmis tvö vísuorð að eins eftir Jónas úr kvæðinu um
Skjaldbreið, vísuorð, sem eru í einu svo skrúðyrt og hljómfögur, sem
Jónasi bezt lét, ef þau eru borin fram af einhverjum, sem betur les
þau en ég get gert:
„Glöðum fágar röðul-roða
reiðarslóðir, dal og hól.“
Það er ekki hugsunin, sem hér hrífur oss. Í þessu er ekki önnur
hugsun, en þessi óbrotna: sólin skín á landið. Þetta er alt það, sem
sagt er í þessum tveim vísuorðum.
En hvernig er það sagt?
Orðavalið og hljómfegurðin svara því. „Röðul-roði“ er í þessu
sambandi miklu tignarlegra og betur valið orð heldur en „sólskin“.
Svo er rímið dýrt, dýrara miklu á þessum tveim vísu-orðum, heldur
en hátturinn heimtar; vér heyrum sam-rímið í „glöð-um“, „röð-ul“,
„roð-a“, „reið-ar“ „slóð-ir“, og svo „dal“ og „hól“; linstafirnir l og r á