Són - 01.01.2015, Blaðsíða 61
ljóðAHljóð 59
Sérhjóð
Um sérhljóðin segir Kristján Eiríksson í Stíltækni: „Kringdu sérhljóðin
ú, o, u og ö ásamt a virðast yfirleitt digurbarkalegri eða ábúðarfyllri en
þau ókringdu, í, i og e“ (Kristján Eiríksson 1990:32).
Kristján birtir í bók sinni teikningu af tveimur mönnum, öðrum háum
og grönnum, nánast renglulegum, hinum þybbnum og lágvöxnum, og
biður lesendur að geta sér þess til hvor þessara tveggja manna heiti
Sissi og hvor Gobbi. Víst verða fæstir í miklum vanda með þá ákvörðun
(1990:33).
Kirsten Rask bendir á C.A. Bodelsen sem fékk tilraunahóp til að teikna
fyrir sig hina dæmigerðu Olsen og Nielsen. Flestir gerðu Olsen feitari
„rund, joval“ en Nielsen sem var sýndur „mere ranglende type“. Rask
neitar því þó hreint ekki að þar kunni að koma við sögu lögun stafanna
(Rask 2014:94). Alf Bo bendir og á að við væntum þess, ef okkur væri
gert að dæma, að sá sem heitir Ditten sé mjórri en Malle (Bo 1936:100).
Þrátt fyrir þetta er ljóst að i- og í hafa enga sérstaka merkingu í
texta ein sér fremur en önnur hljóð. Táknræn merking hljóðanna kemur
einungis fram með endurtekningum þeirra, gjarna sem andstæða annarra
hljóða ólíkra – og án tengsla við merkingu orðanna eða yrkisefni ljóðsins
verða staðhæfingar um merkingu hljóða gjarna út í bláinn. Ef til vill er
alltaf villandi að tala um merkingu hljóða; þau, segir Nøjgaard „kan højst
siges at medvirke til at skabe en vis „stemning“. Nøjgaard neitar því alls
ekki að að hljóðin hafi hlutverk „men i en så fald må man næsten kræve,
at teksten selv lægger op til en sådan fortolkning, som ellers let bliver
arbirtær“ (Nøjgaard 1993:76).
Kristján Árnason fjallar nokkuð um lit sérhljóðanna og bendir á að
hvert sérhljóð hafi sinn lit eftir stillingu talfæranna. Varakringingin
gerir þau til dæmis „dimmari“ en gleiðar varir við hljóðmyndun verða
til þess að hljóðið verður „tiltölulega bjart eða hvellt“ (Kristján Árnason
2005:130).
Verða nú nokkur dæmi sýnd þar sem sérhljóðin virðast notuð á mark-
vissan hátt til að undirstrika eða styrkja merkingu eða stemningu. Hér
er birt 6. erindi ljóðsins Í ÚLFDÖLUM eftir Snorra Hjartarson (Snorri
Hjartarson 1992:16).
Þeir svanir flugu
er sólin hneig
og sukku í skóganna
rökkur