Són - 01.01.2015, Blaðsíða 103
ljóðAHljóð 101
Þetta er mikil hljómlist. Endurnar gagga eins og þeim er lagið í viður-
kenndri hljóðgervingu, en gg-hljóðið verður að dálitlu stefi í ljóðinu:
grugg – gagg – gagga – vagga. Sérhljóð og samhljóð ljóðsins taka þátt í
allri stemningunni; mjúka ð-hljóðið er hér markvisst notað til að minna
á unað frjálsrar náttúru: heiði – hreiður – loðnum – víði – veiði – klið,
sama er að segja um l-ið: golan – svöl – gul – loðnum – leyndra – linda
– lækja – láta – lindirnar – leita, og einnig nd- og ng-hljóðin: endur
– synda – hingað – þangað – leyndra – linda – synda – lindirnar. Harða
lokhljóðið t fær sérstaka merkingu í tveimur línum þar sem lýst er lífinu
í grugginu: vitja – æti – kýta – bita – hreyta og breyta með hörku sinni
allri stemningunni (og þá ríður á að vera harðmæltur, að minnsta kosti
um stund!). Margt fleira mætti hér tilfæra um notkun hljóðanna í ljóð-
inu. Rímið í lok ljóðsins vekur sérstaka athygli: kalla – fjalla; vart fer hjá
því að lesandinn skynji sorg andanna og ákall eftir öðru lífi, í fjöllunum
í sínum réttu heimkynnum.
Páll Valsson greinir frá því í riti sínu um Snorra, Þögnin er eins og
þaninn strengur, að eitt megineinkenni í stíl Snorra sé „að hugsa ljóð sín
í andstæðum, og er þá bæði átt við myndmálslega og hugmyndalega“,
ekki síst andstæðum „sveitar og borgar, lifandi náttúru og dauðrar, vona
og vonbrigða, draumsýnar og veruleika …“ (Páll Valsson 1990:33). Ljóðið
ENDUR birtir því eitt dæmi þessara andstæðna – og andstæðurnar birtast
einnig í hljóðum.
Ljóst er að ákvörðun um hvort ákveðin orð eru hljóðgervingar eður
ei er vísindi á afar hálu svelli. Kristján Árnason tekur dæmi af ljóðinu
SKARPHÉÐINN Í BRENNUNNI eftir Hannes Hafstein og telur að Hannes
líki eftir hávaðanum þegar þekjan brotnar yfir höfði manna sem inni eru
og segir: „Sjálft orðið brestur er e.t.v. einhvers konar hljóðgervingur og
kannski líka sögnin að brotna … Vel má halda því fram að r-hljóðið í
brestur og brotnaði og s-hljóðið í brestur kalli fram mynd af hávaðanum
sem heyrist þegar spýtur brotna“. Ennfremur veltir Kristján fyrir sér
orðunum sogandi og logandi í sama ljóði (Kristján Árnason 2013:403).
Þarna birtist ákveðinn vandi við ákvörðun á hljóðgervingum; við
erum gjarna ekki viss; finnst e.t.v. að um hljóðgervingu sé að ræða eða
svo geti hugsanlega verið. Líklega er það skýring þess að Kristensen
ræðir ekki hljóðgervingar í dönsku máli í Digtningens treori en talar þess
í stað um málverk ljóða „lydmaleri“ og getur þess að fjöldi einstakra
orða sé í sjálfum sér málandi og nefnir þar sagnir eins og gnistre, sprutte,
hviske, hvisle, buldre, skråle, skradde (Kristensen 1970:55). Þrátt fyrir það