Són - 01.01.2015, Síða 103

Són - 01.01.2015, Síða 103
ljóðAHljóð 101 Þetta er mikil hljómlist. Endurnar gagga eins og þeim er lagið í viður- kenndri hljóðgervingu, en gg-hljóðið verður að dálitlu stefi í ljóðinu: grugg – gagg – gagga – vagga. Sérhljóð og samhljóð ljóðsins taka þátt í allri stemningunni; mjúka ð-hljóðið er hér markvisst notað til að minna á unað frjálsrar náttúru: heiði – hreiður – loðnum – víði – veiði – klið, sama er að segja um l-ið: golan – svöl – gul – loðnum – leyndra – linda – lækja – láta – lindirnar – leita, og einnig nd- og ng-hljóðin: endur – synda – hingað – þangað – leyndra – linda – synda – lindirnar. Harða lokhljóðið t fær sérstaka merkingu í tveimur línum þar sem lýst er lífinu í grugginu: vitja – æti – kýta – bita – hreyta og breyta með hörku sinni allri stemningunni (og þá ríður á að vera harðmæltur, að minnsta kosti um stund!). Margt fleira mætti hér tilfæra um notkun hljóðanna í ljóð- inu. Rímið í lok ljóðsins vekur sérstaka athygli: kalla – fjalla; vart fer hjá því að lesandinn skynji sorg andanna og ákall eftir öðru lífi, í fjöllunum í sínum réttu heimkynnum. Páll Valsson greinir frá því í riti sínu um Snorra, Þögnin er eins og þaninn strengur, að eitt megineinkenni í stíl Snorra sé „að hugsa ljóð sín í andstæðum, og er þá bæði átt við myndmálslega og hugmyndalega“, ekki síst andstæðum „sveitar og borgar, lifandi náttúru og dauðrar, vona og vonbrigða, draumsýnar og veruleika …“ (Páll Valsson 1990:33). Ljóðið ENDUR birtir því eitt dæmi þessara andstæðna – og andstæðurnar birtast einnig í hljóðum. Ljóst er að ákvörðun um hvort ákveðin orð eru hljóðgervingar eður ei er vísindi á afar hálu svelli. Kristján Árnason tekur dæmi af ljóðinu SKARPHÉÐINN Í BRENNUNNI eftir Hannes Hafstein og telur að Hannes líki eftir hávaðanum þegar þekjan brotnar yfir höfði manna sem inni eru og segir: „Sjálft orðið brestur er e.t.v. einhvers konar hljóðgervingur og kannski líka sögnin að brotna … Vel má halda því fram að r-hljóðið í brestur og brotnaði og s-hljóðið í brestur kalli fram mynd af hávaðanum sem heyrist þegar spýtur brotna“. Ennfremur veltir Kristján fyrir sér orðunum sogandi og logandi í sama ljóði (Kristján Árnason 2013:403). Þarna birtist ákveðinn vandi við ákvörðun á hljóðgervingum; við erum gjarna ekki viss; finnst e.t.v. að um hljóðgervingu sé að ræða eða svo geti hugsanlega verið. Líklega er það skýring þess að Kristensen ræðir ekki hljóðgervingar í dönsku máli í Digtningens treori en talar þess í stað um málverk ljóða „lydmaleri“ og getur þess að fjöldi einstakra orða sé í sjálfum sér málandi og nefnir þar sagnir eins og gnistre, sprutte, hviske, hvisle, buldre, skråle, skradde (Kristensen 1970:55). Þrátt fyrir það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.