Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 13
13
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
„Holdið hefur vit“
eða „Við erum ekki kýr á beit í haga
skilnings og þekkingar“
Um líkamsmótað vitsmunastarf
og hugræna bókmenntafræði
I Inngangur
Hugræn bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) er heiti á ýmsum
kenningum um bókmenntir og rannsóknum á þeim, fræðasvið þar sem
beint er sjónum að mannshuganum og skilningur á honum talinn geta eflt
skilning manna á bókmenntum. Auk bókmenntafræði sækir hún margt
til annarra fræðigreina, t.d. málfræði, sálfræði, gervigreindarfræða, heim-
speki, mannfræði, taugafræði og samfélagsfræði, svo að eitthvað sé nefnt,
og hún hefur líka verið stunduð undir merkjum hugrænnar menningar-
fræði.1
Rætur hugrænnar bókmenntafræði má rekja aftur á áttunda áratug síð-
ustu aldar en á síðustu tuttugu árum hefur fræðasviðið eflst mjög með
þeirri auknu áherslu sem menn, jafnt í lífvísindum og mannvísindum, hafa
lagt á að „[h]oldið hafi vit“2, þ.e. að maðurinn hugsi ekki aðeins með heil-
anum heldur nái hugarstarf hans beinlínis til skynjunar og hreyfinga og
markist af útistöðum líkamans við umhverfi sitt. Ýmsir þeirra sem fást við
hugræna bókmenntafræði líta m.ö.o. svo á að vitsmunastarfi verði ekki
gerð ærleg skil nema lýst sé samspili heila, líkama og umhverfis.3
1 Sjá t.d. Introduction to Cognitive Cultural Studies, ritstj. Lisa Zunshine, Baltimore:
John Hopkins University Press, 2010.
2 Sigurður Guðmundsson, Dýrin í Saigon, Reykjavík: Mál og menning, 2010, bls.
55.
3 Þeir sem fást við hugræn fræði eru einatt andstæðingar tvíhyggjunnar gömlu sem
greinir milli holds og „anda“. Þar með eru þeir þó ekki endilega einhyggjumenn
heldur aðhyllast sumir heildarhyggju.
Ritið 3/2012, bls. 13–41