Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 168
168
garraleg þruma; en listin grípur eyrað, innan um miklu hávær-
ari skarkala reynslunnar, eins og tónar sem háttvís tónlistarmaður
galdrar fram.12
Bókmenntir eru þar með hvorki eftirlíking né eftirmynd. Þær eru, eins og
Stevenson gerir grein fyrir, eitthvað óhlutbundnara, eins og hugmyndirnar
um hringinn í rúmfræði. Fullkomnir hringir fyrirfinnast ekki í náttúrunni
en í stærðfræði og verkfræði getum við ekki verið án hugmyndarinnar um
þá. Á sama hátt getum við ekki verið án bókmenntahugmynda á borð við
persónu til að skilja okkur sjálf og aðra.
Stevenson hélt sínu striki árið 1888 þegar hann velti vöngum yfir sama
efni, og setti fram, að ég hygg, bestu 19. aldar hugmyndina um það: mímes-
is er eins konar draumur.
Fortíðin er öll úr einni voð – hvort sem hún er uppspunnin eða
þraukuð – hvort sem hún brýst út í þremur víddum, eða sést ein-
vörðungu í hinu smáa leikhúsi heilans sem við höldum uppljóm-
uðu alla nóttina eftir að ró hefur færst yfir og myrkur og svefn ráða
lögum og lofum í öðrum kimum líkamans.13
Í greininni lýsir Stevenson því svo að hann hafi ávallt verið dreyminn og
að bestu hugmyndirnar að sögum hafi birst honum í draumum, sem hann
taldi mun frjórri en sjálfan sig.
Miall og Kuiken hafa bent á að Coleridge hafi velt vöngum yfir sömu
hugmyndinni.14
Ljóðlistin [er] draumur á skynsemisnótum sem snýst um … að móta
tilfinningar okkar í margvísleg form, sem við tengdum ef til vill
aldrei meðvitað okkar eigin sjálfi … Ó, það leynist sannleikur undir
yfirborðinu þegar um samúð er að ræða, og hvernig við verðum það
sem við virðum af skiljanlegum ástæðum fyrir okkur eða heyrum,
12 R. L. Stevenson, „A Humble Remonstrance“, Essays and Poems, ritstj. Claire
Harnam, London: dent, 1992, bls. 182.
13 R. L. Stevenson, „A Chapter on dreams“, Essays and Poems, bls. 180–199.
14 david Miall og don Kuiken, „Becoming What We Behold: A Feeling for Literat-
ure“, Fyrirlestur haldinn á ráðstefnunni The Work of Fiction. Cognitive Perspectives,
Bar-Ilan háskólanum, Ramat-Gan, Ísrael, 4.–7. júní 2001.
KEith oatlEy