Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 45
45
samspili orða, eins og löng hefð er fyrir, taka menn að líta á líkinguna sem
ákveðið hugsunarlögmál eða hugrænan eiginleika mannskepnunnar. Þar
með eygja menn sama lögmálið að baki hinum ólíkustu gerðum líkinga,
og þegar menn hafa komið auga á slíkt verða skilgreiningar gjarnan ljósari
og einfaldari. Um leið getur slík afstaða lagt sitt lóð á vogarskálarnar sem
skýring á skilningi okkar á líkingum, ef maður vill spyrja spurninga í þá
veru.
Hér skal tekið fram að takmark þessa greinarkorns er ekki að spyrja
í þessa veru eða reyna að rökstyðja skýringar hugrænna fræða á „skiln-
ingi okkar á líkingum“. Í stað þess er gengið út frá sýn hugrænna fræða á
mannlega líkingahugsun, og er lesendum frjálst að vera með eða á móti
slíkri sýn: án útgangspunkts – engin umræða. Gagnrýni á kenningar hug-
rænna líkingafræða (e. conceptual metaphor theory), og einkum blöndufræða
(e. conceptual integration theory/blending), hef ég gert skil á öðrum stað og
skal það ekki tíundað hér.7 Mig langar í staðinn að velta því upp í gegnum
tvær litlar vettvangsrannsóknir hvernig hugræn fræði geta varpað nýju
ljósi á gömul efni er varða mannshugann og skáldlega líkingahugsun. Mig
langar að byrja á umræðu hugrænna fræða um það hvernig við nútímafólk
tjáum og skiljum reiði.
II Reiðilíkingarnar margumtöluðu
Reiði er ein af algengustu geðshræringum manneskjunnar. Segja má að
reiði sé náttúrulegt varnarviðbragð manneskjunnar þegar tilvist henn-
ar, viðhorfi, skoðunum eða vilja er ógnað. Eins og Kristján Kristjánsson
bendir á í grein sinni um geðshræringar, eru þær þrungnar af vitsmunum
„alveg á sama hátt og vitsmunavélin er knúin áfram af glóð tilfinninga og
eðlishvata“8, reiðin er samkvæmt þessu samspyrt skoðunum okkar og við-
horfum. Það er gömul og gild speki að við hugsum með hjartanu. Reiði er
altæk (e. universal) geðshræring og er athyglisvert að líta yfir umræðu hug-
fræðinga um það hvernig menn konkretísera þessa andlegu og líkamlegu
geðshræringu með hugtakslíkingum í því skyni að fá merkingu í hana. Um
er að ræða tilgátu um einkenni og starf hugans. Þessi umræða sýnir okkur
ágætlega inn í þá öru þróun sem hefur átt sér og á sér stað innan hugfræða,
og styður auk þess þá kenningu að líkingar spretti af líkamlegri reynslu,
7 Bergsveinn Birgisson, „Skaldic Blends Out of Joint: Blending Theory and Aesthetic
Conventions“, Metaphor and Symbol 4/ 2012, bls. 283–289.
8 Kristján Kristjánsson, „Um geðshræringar“, bls. 299–300.
STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS