Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 37
37
persónum, verði til þess að þeir eflist að siðferði. Keen, sem sækir til
taugafræði, heimspeki, frásagnarfræði, sagnfræði og þróunarsálfræði, svo
að eitthvað sé nefnt, segir – öfugt við Scarry – frá viðbrögðum fleiri les-
enda en sjálfrar sín og bendir á hvað vantar í fræðilega umræðu um samlíð-
an og skáldsagnalestur. Niðurstaða hennar er sú að óvarlegt sé að fullyrða
að sagnalestur geti af sér siðlegri samfélagsþegna.94 Fróðlegt er að bera þá
niðurstöðu við skrif Scarry sem tjáði eitt sinn ótta við að menn flýðu veru-
leikann á vit ímyndunaraflsins sem skáldskapurinn virkjar.95 Seinna hefur
Keen og lýst þeirri skoðun sinni að lundarfar lesenda skipti kannski ekki
minnstu um hvernig þeir nýta sér skáldskapinn sem þeir lesa. Með lundar-
fari á hún við mismunandi viðbrögð einstaklinga og sjálfstjórn þeirra,
þegar kenndir, virkni og athygli eiga í hlut.96
Bók Keen hefur sögulega og samfélagslega vídd þannig að einnig mætti
fella hana í flokk þeirra verka frá síðasta áratug sem vilja gera sögu, sam-
félagi og menningu hátt undir höfði en taka í sömu mund mið af samspili
hugar og heila og miðla efnishyggju – stundum í bland við þróunarhyggju.
Þau fjalla um ýmis tímabil bókmenntasögunnar, t.d. miðaldir, endurreisn-
artímann eða rómantíkina og sækja kveikju að hugmyndum í ýmsar áttir.
Patrick Colm Hogan, sem hefur samþætt eftirlendufræði hugrænum fræð-
um, sækir t.d. til kynjafræða (Butler) og ýmissa skrifa manna í Afríku og
Asíu.97 Hogan hefur talað fyrir bókmenntaalgildum (e. literary universals).
Hann leggur m.a. áherslu á að rannsóknir á hinu algilda séu ekki andstæða
við rannsóknir á hinu sérstæða í menningu og sögu, heldur nauðsynlegar
hverjar annarri. Hann hefur og sjálfur sýnt, t.d. í umfjöllun um frásagn-
aralgildi og geðshræringar, hvernig honum þykir vert að vinna með þessa
þætti.98
94 Suzanne Keen, Empathy and The Novel, Oxford og New York: Oxford University
Press, 2010 [2007], bls. 168.
95 Elaine Scarry, „The difficulty of Imagining Other Persons“, Human Rights in
Political Transitions: Gettysburg to Bosnia, ritstj. Carla Hesse og Robert Post, New
York: Barnes and Noble, 1999, bls. 277–312.
96 Suzanne Keen, „Readers’ Temperaments and Fictional Character“, ,New Literary
History 2/2011, bls. 295–314 (einkum bls. 295–6).
97 Sjá t.d. Patrick Colm Hogan, Empire and Poetic Voice: Cognitive and Cultural Studies
of Literary Tradition and Colonialism, Albany: State University of New York Press,
2004.
98 Patrick Colm Hogan, „Literary Universals“, Poetics Today 2/1997, bls. 223–249
og The Mind and Its Stories. Narrative Universals and Human Emotion, Cambridge:
Cambridge University Press, 2003.
„HOLdIð HEFUR VIT“