Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 30
30
og sviptáknunar.67 Blöndunarkenningin hefur reynst vel til að gera grein
fyrir slíku samspili í bókmenntum, jafnt í þröngu samhengi textans eins,
sem í hinu víða með hliðsjón af menningu. Það má sjá í skrifum Masako K.
Hiraga um japanska og enska ljóðlist en einnig t.d. í umfjöllun Margaret H.
Freeman um það sem hún nefnir póetíska sviptáknun (e. poetic iconicity).68
Í nýlegri grein sækir Freeman til Peirce, Merleau-Pontys og Susanne K.
Langer til að þróa hugmynd sína um slíka sviptáknun, sem hún vill m.a.
nýta til að meta gæði skáldskapar. Hún setur fram tillögu að vinnulíkani,
hugun (e. minding), sem á að gera grein fyrir mismunandi formi tilfinninga
í málnotkun og nýtir blöndunarkenninguna í greiningardæmum.69
En blöndunarkenningin snýst um merkingarmyndun almennt og nýt-
ist því ekki aðeins við rannsóknir á metafórum, heldur líka sjónarhorni,
textatengslum og samruna veruleika og hins uppdiktaða í heimi skáldskap-
ar, svo að eitthvað sé nefnt. Rammaskiptakenningin (e. the frame-shifting
theory) svonefnda hefur verið þróuð í tengslum við blöndunarkenninguna,
en hún hentar vel til að gera grein fyrir húmor og íróníu.70 Endurbætur
hafa líka verið gerðar á blöndunarkenningunni þannig að hún taki meira
mið af samhengi.71
Mörkin milli hugrænna skáldskaparfræða og annarra anga hugrænnar
bókmenntafræði eru að verða óskýrari en fyrr. Á því eru ýmsar skýringar,
t.d. „útrás“ frásagnarfræðinnar. En einnig kemur til að með aukinni áherslu
á hugræna menningarfræði og söguhyggju taka menn að iðka skáldskap-
arfræði á annan hátt en fyrr.
67 Sjá Sarah F. Taub, Language from the Body: Iconicity and Metaphor in American Sign
Language, Cambridge og New York: Cambridge University Press, 2001. – Rann-
sóknarverkefni í Amsterdam og Zürich sem snýst um sviptáknun hefur líka haft
áhrif í þessu sambandi, sjá http://www.iconicity.ch/en/iconicity/index.php?subac-
tion=showfull&id=1197027751&archive=&start_from=&ucat=2&.
68 Sjá Masako K. Hiraga, Metaphor and Iconicity: A Cognitive Approach to Analysing
Texts, Houndmills, Basingstoke, Hampshire og New York: Palgrave Macmillan,
2005 og Margaret H. Freeman, „Minding, feeling, form, and meaning in the
creation of poetic iconicity“, Cognitive Poetics: Goals, Gains, and Gaps, Berlin og
New York: Mouton de Gruyter, 2009, bls. 169–196.
69 Margaret H. Freeman, „The Role of Metaphor in Poetic Iconicity“, Beyond
Cognitive Metaphor Theory: Perspectives on Literary Metaphor, ritstj. Monika Flud-
ernik, New York og London: Routledge, 2011, bls. 158–175.
70 Seana Coulson, Semantic Leaps: Frame-Shifting and Conceptual Blending in Meaning
Construction, Cambridge: Cambridge University Press, 2001.
71 Sjá t.d. Line Brandt og Per Aage Brandt, „Making sense of a blend: A cognitive-
semiotic approach to metaphor“, Annual Review of Cognitive Linguistics 1/2005, bls.
216–249.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR