Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 38
38 Aðrir innan hugrænnar bókmenntafræði eru t.d. í samræðu við nýsögu- hyggju og aðhyllast róttæka efnishyggju. Í hópi þeirra er Mary Thomas Crane sem hefur meðal annars skrifað um verk Shakespeares. Einn af merkilegum þáttum í skrifum hennar er að hún kannar menningarein- kenni er lýsa af máli, sem vitnisburð um breytingar sem eru að verða, en ekki sem óhagganleg fyrirbæri og hugar þar með bæði að því hvaða hlut Shakespeare á sjálfur að breytingunum og hvernig þær setja svip á hann. En hvaða leið sem hugrænir bókmenntafræðingar velja í skrifum um bókmenntir, sögu og menningu, sýna verk þeirra að lesendum opnast svið sem bókmenntafræðin almennt hefur vanrækt og tækifæri gefast til að tengja fyrirbæri á nýjan hátt, draga viðtekinn skilning í efa o.s.frv. Eða hversu margir lesenda hafa vanist því í umræðu um bókmenntir og menn- ingu að gengið sé út frá því að hinn líkamsmótaði heili (e. embodied brain) setji svip sinn á orðræðu, rétt eins og orðræða marki líkamsreynslu, og samskipti manna móti formgerðir heilans?99 Og hversu mörgum hefði dottið í hug, þó ekki væri nema fyrir tuttugu árum, að uppgötvanir í tauga- vísindum gætu – ásamt öðru – breytt sýn á bókmenntasögu svo um mun- aði?100 Ítrekað skal að þeir sem frekast fást við sögu og menningu í hug- rænni bókmenntafræði vilja jafnframt auðga skrif um bókmenntir með umfjöllun um þann „ómissandi tilvísunarramma taugaferla er menn upp- lifa sem huga“.101 Þeir setja þá oftar en ekki á oddinn að hugurinn er kvikur og getur sífellt brugðist við á nýjan hátt og markað umhverfið í víxlverkan sinni við það. Og að því leyti eru þeir ólíkir æði mörgum bókmenntafræð- ingum sem berast með öðrum straumum. Nýleg greinasöfn má taka sem frekari vitnisburð um að hugræn sögu- hyggja er að sækja í sig veðrið og að hugræn menningarfræði er tekin að krefjast nokkurs rúms. Í ritgerðarsafni, sem Herman stýrir, The Emergence of Mind, vinna níu höfundar þétt saman að því að gefa yfirlit yfir birting- armyndir vitundarinnar í enskum frásögnum um 1500 ára skeið, og á slík 99 Mary Thomas Crane, Shakespeare’s Brain: Reading with Cognitive Theory, Princeton 2000: Princeton University Press, bls. 7. 100 Prýðilegt dæmi um verk af því tagi er bók Alans Richardson, The Neural Sublime: Cognitive Theories and Romantic Texts, Baltimore: John Hopkins University Press, 2010. Í henni stefnir hann t.d. saman taugafræði, sálfræði, hugrænum málvísindum og uppbroti (e. deconstruction), svo að eitthvað sé nefnt – og kannar hvaðeina í við- eigandi sögulegu samhengi. 101 Antonio R. damasio, Descartes’ Error, bls. xvi. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.