Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 122
122
eða umræðum.“45 Margt hafði breyst í sálfræðinni á skömmum tíma!
Í Bandaríkjunum reri sálfræðin hins vegar á önnur mið, því þar varð at-
ferlishyggjan til um svipað leyti og skynheildastefnan í Þýskalandi.
Rannsókn Rubins féll vel að hugmyndum Wertheimers og félaga um
skynjun. Hin klassíska skynjunarsálfræði greinir að skynhrif og skynjanir og
lítur á skynjanir (e. perceptions) sem einhvers konar túlkun skynhrifa svo sem
fyrr segir. Með rannsóknum sínum hafði Rubin bent á að aðgreining fígúru
og grunns fellur eins og milli skynhrifa og skynjunar, á heima á hvorugum
staðnum en er þó algerlega óumdeilanlegur hluti sjónskynjunar.
Eitt af markmiðum skynheildastefnunnar var að skipa merkingu til önd-
vegis innan sálfræðinnar, að snúa sálfræðinni frá þeirri „framandi, trénuðu,
óskaplegu“ stöðu sem greinin hafði að mati Wertheimers komið sér í við
upphaf tuttugustu aldar.46 Edgar Rubin lýsti svipuðu viðhorfi í grein sem
birtist að honum látnum:
Þegar maður las kennslubók í sálfræði í gamla daga var það hrein
undantekning ef maður kannaðist við eitthvað af því sem maður las
úr hvunndagslífinu. Munurinn var reyndar svo mikill að manni datt
alls ekki í hug að bera þetta tvennt saman og því trufluðu frávikin
ekki að ráði.47
Þessu vildi Rubin breyta, rannsaka „selve Sagen“ eins og hann komst að
orði, fyrirbæri sálarlífsins eins og þau birtast hverjum og einum en ekki
sértækar hugsmíðar á borð við skyneigindir, sem að mati Rubins eiga sér
enga sjálfstæða tilvist í sálarlífinu. Sálfræðilega nálgun sína nefndi hann
„aspektífa sálfræði“, sálfræði sem tekur á mismunandi hliðum sálarlífsins,
og af „fullri hógværð“.48 Ein þessara hliða var vitaskuld aðgreining fígúru
og grunns.
45 Bandaríski sálfræðingurinn var Gordon Allport, hér haft eftir d. Brett King og
Michael Wertheimer, Max Wertheimer & Gestalt Theory, bls. 236.
46 Með orðum Wertheimers: „fremd, hölzern, ungeheurlich“, Max Wertheimer,
„Untersuchungen zur Lehre von der Gestalt, I“, Psychologische Forschung, 1/1922,
bls, 47. Um mikilvægi merkingar í sálfræði skynheildastefnunnar, sjá til dæmis Kurt
Koffka, Principles of Gestalt Psychology, bls. 20–21.
47 Edgar Rubin, „Bemærkninger angaaende psykologisk Metode“, Af Efterladte
Papirer, Nordisk Psykologi’s Monografserie Nr. 8, Kaupmannahöfn, 1956, bls.
25, þýð. mín.
48 Edgar Rubin, „Einige prinzipielle Gesichtspunkte“, í Edgar Rubin, Experimenta
Psychologica: Collected Scientific Papers in German, English & French. Kaupmannahöfn:
Ejnar Munksgaard, 1949, bls. 9–17.
JÖRGEN L. PINd