Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 122

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 122
122 eða umræðum.“45 Margt hafði breyst í sálfræðinni á skömmum tíma! Í Bandaríkjunum reri sálfræðin hins vegar á önnur mið, því þar varð at- ferlishyggjan til um svipað leyti og skynheildastefnan í Þýskalandi. Rannsókn Rubins féll vel að hugmyndum Wertheimers og félaga um skynjun. Hin klassíska skynjunarsálfræði greinir að skynhrif og skynjanir og lítur á skynjanir (e. perceptions) sem einhvers konar túlkun skynhrifa svo sem fyrr segir. Með rannsóknum sínum hafði Rubin bent á að aðgreining fígúru og grunns fellur eins og milli skynhrifa og skynjunar, á heima á hvorugum staðnum en er þó algerlega óumdeilanlegur hluti sjónskynjunar. Eitt af markmiðum skynheildastefnunnar var að skipa merkingu til önd- vegis innan sálfræðinnar, að snúa sálfræðinni frá þeirri „framandi, trénuðu, óskaplegu“ stöðu sem greinin hafði að mati Wertheimers komið sér í við upphaf tuttugustu aldar.46 Edgar Rubin lýsti svipuðu viðhorfi í grein sem birtist að honum látnum: Þegar maður las kennslubók í sálfræði í gamla daga var það hrein undantekning ef maður kannaðist við eitthvað af því sem maður las úr hvunndagslífinu. Munurinn var reyndar svo mikill að manni datt alls ekki í hug að bera þetta tvennt saman og því trufluðu frávikin ekki að ráði.47 Þessu vildi Rubin breyta, rannsaka „selve Sagen“ eins og hann komst að orði, fyrirbæri sálarlífsins eins og þau birtast hverjum og einum en ekki sértækar hugsmíðar á borð við skyneigindir, sem að mati Rubins eiga sér enga sjálfstæða tilvist í sálarlífinu. Sálfræðilega nálgun sína nefndi hann „aspektífa sálfræði“, sálfræði sem tekur á mismunandi hliðum sálarlífsins, og af „fullri hógværð“.48 Ein þessara hliða var vitaskuld aðgreining fígúru og grunns. 45 Bandaríski sálfræðingurinn var Gordon Allport, hér haft eftir d. Brett King og Michael Wertheimer, Max Wertheimer & Gestalt Theory, bls. 236. 46 Með orðum Wertheimers: „fremd, hölzern, ungeheurlich“, Max Wertheimer, „Untersuchungen zur Lehre von der Gestalt, I“, Psychologische Forschung, 1/1922, bls, 47. Um mikilvægi merkingar í sálfræði skynheildastefnunnar, sjá til dæmis Kurt Koffka, Principles of Gestalt Psychology, bls. 20–21. 47 Edgar Rubin, „Bemærkninger angaaende psykologisk Metode“, Af Efterladte Papirer, Nordisk Psykologi’s Monografserie Nr. 8, Kaupmannahöfn, 1956, bls. 25, þýð. mín. 48 Edgar Rubin, „Einige prinzipielle Gesichtspunkte“, í Edgar Rubin, Experimenta Psychologica: Collected Scientific Papers in German, English & French. Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, 1949, bls. 9–17. JÖRGEN L. PINd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.