Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 29
29
fyrir sér hvernig metafórur hugans komi heildarskipan á bókmenntaverk
og leggi sitt til meginhugsunar þess; hvernig ákveðnir höfundar markist af
menningarbundnum hugtakslíkingum í sömu mund og þeir leitast við að
umbreyta þeim; hvaða upplýsingar metafórunotkun gefi um líkamsmótun
vitsmunanna eða hvort nýr skilningur á metafórum feli í sér að endurskoða
þurfi afstöðu til fyrirbæra sem hafa áþekk einkenni og þær.
Eitt af því sem sett hefur svip á metafórurannsóknir er líkams-mímesis,
safn mannlegra eiginleika sem taldir eru meiri undirstaða hugsana manna
en tungumálið og hið röklega. Mímesis af því tagi er knúið fram af fyrr-
nefndri hæfni manna, að geta séð hlutina fyrir hugskotssjónum sér, en hún
hefur verið talin undistaða bókmennta – og lista almennt.65 Kenningum
um „hugskotssýn“, metafórur og blöndun hefur meðal annars verið beitt
til að sýna hve brýnt það sé að tengja einfaldan textalestur náið rannsókn-
um hugrænna fræða á vitsmunum, og gera þannig grein fyrir merkingar-
sköpun.66
Sviptáknun (e. iconicity), þar sem tengsl forms og inntaks eru afar þétt, er
gjarna nefnd í sama orðinu og „hugskotssýnin“. Gagnrýni síðustu fimmtán
ára eða svo á hið „tilviljunarkennda“ samband tákns og merkingar hefur
meðal annars ráðist af rannsóknum táknmálsfræðinga á samspili metafóra
his nose’: metaphoric mappings in the sense of smell in Patrick Süskind’s Perfume“,
Language and Literature, 2/2003, bls. 135–151. Um metafórur í bókmenntagrein,
sjá t.d. Masako K. Hiraga „“Blending” and an Interpretation of Haiku: A Cognitive
Approach“, Poetics Today 3/1999, bls. 461–481 og Peter Crisp, „Imagism’s meta
phors – a test case“, Language and Literature 2/1996, bls. 79–92. – Að hvorutveggja
höfundarverkum og bókmenntagrein er t.d. vikið í Clare Walsh, „From ‘Capping’
to Intercision: Metaphors/Metonyms of Mind Control in the Young Adult Fiction
of John Christopher and Philip Pullman“, Language and Literature 3/2003, bls.
233–251. Um metafórur, allegóríu og tákn hefur Peter Crisp skrifað margt, sjá
t.d. „Allegory and symbol – a fundamental opposition?“, Language and Literat-
ure 4/2005, bls. 323–338; um samskynjunarmetafórur, sjá Ning Yu, „Synesthetic
metaphor: A cognitive perspective“, Journal of Literary Semantics 1/2003, bls.
19–34.
65 Um líkams-mímesis, sjá Merlin donald, „Art and cognitive evolution“, The Artful
Mind: Cognitive Science and the Riddle of Human Creativity, ritstj. Mark Turner, Ox-
ford og New York: Oxford University Press, 2006, bls. 15. – donald gerir grein
fyrir fjórum meginhæfileikum sem falla undir mímesis: eftirhermu (e. mime);
eftirlíkingu (e. imitation), látæði (e. gesture) og æfingu á kunnáttu (e. rehearsal of
skills).
66 Sjá t.d. Line Brandt og Per Aage Brandt, „Cognitive Poetics and Imagery“,
European Journal of English Studies 2/2005, bls. 117–130.
„HOLdIð HEFUR VIT“