Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 16
16
„innra raunsæi“ eða „innra sjónarhorni“ Hilarys Putnam og hugmyndum
Merleau-Pontys um hina líkamsmótuðu sjálfsvitund.13
Lakoff og Johnson þróuðu kenningu sína næstu tvo áratugi, bæði sam-
eiginlega og hvor í sínu lagi, og lýstu þá ítarlega heilu kerfi metafóra sem
markar mannlega hugsun.14 Öfugt við generatífista, leggja þeir áherslu
á að sýna að sömu lögmál gildi um tungumál og annað vitsmunastarf og
sækja hugmyndir í ýmsar áttir, t.d. til skynheildasálfræði (e. Gestalt psycho-
logy) og dæmigerðarkenninga (e. prototype theory). Meginatriðin í kenningu
þeirra má draga saman þannig að þeir geri ráð fyrir að sjálf líkamsgerð
mannsins og reynsla hans af umheiminum marki þankagang hans allan
og séu viðmið hugsana hans. Að þeirra viti er undirstaða hugsunarinnar
ekki hugtök, heldur ákveðnar lykilstaðreyndir um mannslíkamann, til að
mynda að hann er eins og lokað ílát eða geymir sem ýmislegt fer inn í og
annað út úr og að menn standa uppréttir og hreyfa sig oftast framávið.
Slík atriði hafa áhrif á hvernig hugtök verða til og hvernig menn hugsa, og
líkingar sem af þeim spretta eru þá ein helsta aðferðin til að tjá það sem
skilningarvitin nema.
Lakoff og Johnson gera greinarmun á tvenns konar líkingum – sem eru
þó runnar af sömu rót í vitsmununum – líkingum í máli eða athöfnum, og
líkingum í hugsun, þ.e. hugtakslíkingum (e. conceptual metaphors). Það eru
þær síðarnefndu sem þeir telja beinlínis sprottnar af reynslu manna af lík-
ama sínum og skiptum þeirra við umhverfið, og eigi þátt í að koma skipu-
lagi á það sem skynfærin nema. Hugtakslíkingarnar sjá hugsuninni fyrir
formgerðum, sem líkingar í máli – og athöfnum – byggjast á, svo segja má
að hugtakslíkingarnar lýsi af málinu/athöfnum. Þeir félagar gera ráð fyrir
að tvö hugtakssvið (e. conceptual domains), upptakasvið (e. source domain) og
marksvið (e. target domain) komi við sögu þegar líkingar verða til. Á upp
13 Sjá t.d. Hilary Putnam, Representation and Reality, Cambridge Mass: MIT Press,
1988, bls. 107 o.áfr. og Reason, Truth and History, Cambridge: Cambridge Uni-
versity Press, 1981, bls. 49; Maurice Merleau-Ponty, Phenomenology of Perception,
þýð. Colin Smith, London og New York: Routledge, 1962. [á frönsku 1945].
14 Sjá t.d. George Lakoff, Women, Fire, and Dangerous Things: What Categories Reveal
about the Mind, Chicago og London: University of Chicago Press, 1987; Mark
Johnson, The Body in the Mind: The Bodily Basis of Meaning, Imagination and Reason,
Chicago og London: The University of Chicago Press, 1987, og George Lakoff
og Mark Johnson, Philosophy in the Flesh: The Embodied Mind and its Challenge to
Western Thought, New York: Basic Books, 1999.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR