Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 159
159
Á sama hátt eru til útkomusetningar sem teljast málvenja í íslensku en eru
einfaldlega ótækar í ensku, eins og setningin í (62), þar sem engin eðlileg
ensk þýðing er í boði.
(62) [Ég] málaði mig sæta. (Whelpton 2006, dæmi 58)
(63) *I painted myself sweet/pretty/cute/lovely.
Virkni allra útkomumynstra virðist því vera takmörkunum háð að ein-
hverju leyti; einkum hefur val lýsingarorðsins tilhneigingu til að stirðna.
Þetta getur haft marktæk áhrif á dóma um gæði setninga, eins og við sáum
áður í tilvikinu með hræra...lina.
Í rannsóknum í hugrænum málvísindum og mynsturmálfræði gegna
slík atriði veigamiklu hlutverki. Hvað snertir útkomusetningar má vísa
til áhugaverðra skoðanaskipta þeirra Adele Goldberg og Ray Jackendoff
annars vegar og Hans Christian Boas hins vegar, um virkni útkomumynst-
ursins og þýðingu hennar fyrir málfræðina (Boas 2005; Goldberg og
Jackendoff 2004, 2005). Boas leiðir rök að því að allar útkomusetningar
séu í raun alhæfingar á notkunarmynstri ákveðinna sagna en Goldberg
og Jackendoff halda því fram á móti að þetta sé fullmikil svartsýni, til séu
almenn dæmigerðarmynstur með eiginleika sem eru óháðir fastmótuðum
samböndum einstakra sagna. Innan kennimiðs formfestumálfræði er ekki
einu sinni hægt að ræða atriði sem þessi vegna þess að þar er öll áherslan á
virkni viðkomandi mynstra og öllum frávikum frá slíkri virkni er vísað frá
sem jaðarfyrirbærum er vísindin eigi ekki að fást við.
7. Lokaorð
Hér hafa verið leidd rök að því að mörg málfræðieinkenni útkomusetn-
inga, sérstaklega í íslensku, styðji greiningu í anda hugrænna fræða frek-
ar en formfestumálfræði. Komið hefur á daginn að mikilvægar hömlur á
setningamynstrinu eru af merkingarlegum fremur en formlegum toga og
þær tengjast merkingarflokkum sagnanna sem koma fyrir í mynstrinu,
niðurskipan atburða í tíma, framdrætti orsakakeðja og kraftverkunar og
merkingarflokkum sagnfyllinga (innbyrðis afstaða eða einkenni hlutar) í
útkomusetningunni. Miðlæg hugtök í hugrænum málvísindum, eins fram-
dráttur og mynsturgerð, reyndust mikilvæg, bæði til að útskýra málfræði-
lega hegðun og mismunandi dóma um einstakar útkomusetningar. Þá verða
HUGRÆN MERKINGARFRÆðI OG ÚTKOMUSETNINGAR