Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 93
93
hann tapaði fyrir Appolló í keppni í hjarðpípuleik. Margt hefur verið skrif-
að um þessa mynd og margar túlkanir settar fram en sagan af Marsýasi er
þekkt úr Ummyndunum Óvíds. Algengasta túlkunin er sú að myndin sýni
sigur skynseminnar yfir dýrslegum hvötum eða eins og Richard Wollheim
kemst að orði:
Sigur Appollós yfir Marsýasi var talinn tákna vegferð mannsins úr
heimi óskapnaðar inn í ríki alheimssamhljóms: Maðurinn gengur
inn í heiðríkju skynseminnar.4
Það sem aftur á móti heillar mig við þetta verk er að þarna er hálffleginn
líkami settur í miðju myndflatarins, naflinn er bókstaflega miðpunktur
myndarinnar og öll myndin er eins og löðrandi líkamsvessar, eins og verið
sé að skera sig inn í heim holdsins og óbeislaðrar frumorku. Eða eins og
verið sé að rista náttúruna frá sjálfri sér til að upphefja hana og hreinsa
eðlið úr henni. Í frásögn Óvíds segir m.a.:
„Æ, hví slíturðu mig frá sjálfum mér?“ æpti hann, „Æ ég iðrast!
Flauta er ekki þess virði.“ Sem hann æpir, er húðin flegin af öllum
líkama hans, hann er ekkert nema eitt svöðusár, blóðið flæðir út
um allt, sinarnar blasa við, æðarnar kippast til og iða, sviptar húð-
inni. Það mátti telja innyflin sem bærðust og trefjar sem glitti í
á brjósti hans. Sveitafólk jafnt sem skógarvættir, Fánar og bræður
hans satýrar og þá einnig Ólympsfjall, sem honum var kært, og dísir
grétu og með þeim allir fjárhirðarnir sem höfðu sauðfénað sinn og
hyrnda nautgripi á beit á fjöllum uppi. Frjósöm jörðin vöknaði og
tók vot við tárum er hrundu og sogaði þau inn í innstu æðar sínar.
Þar breytti hún þeim í vatn og sleppti út undir bert loft. Þannig varð
til fljót sem streymir milli brattra fjallshlíða og heitir í höfuðið á
Marsýasi og er tærast fljóta í Frýgíu. 5
Merleau-Ponty talar um að það sem málarinn málar sé gert úr sama
grautnum og hann er sjálfur búinn til úr. Það kallar svo aftur fram atriði úr
norrænum arfi, sköpunarsögu Snorra-Eddu, þar sem heimurinn er skap-
aður úr holdi Ýmis:
4 Sama heimild, bls. 324.
5 Óvíd, Ummyndanirnar, Kristján Árnason íslenskaði, Reykjavík: Mál og menning,
2009, bls. 178.
Að MÁLA MEð MÆNUNNI