Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 102
102
erum ekki afstrakt verur sem sitja einhvers staðar inni í heilanum og horfa
á heiminn út um augun. Þess í stað erum við alltaf sjálf inni í veröldinni.
Von mín er að málverk mín opni skilningarvit áhorfandans á svipaðan hátt
og skilningarvit mín opnast þegar ég mála þau. Það er trú mín að listaverk
geti, á sínum fagurfræðilegu forsendum, veitt jafnhaldbæran skilning á
veröldinni og tilvist okkar og hvaða vísindi önnur.
Vísindahyggja hefur nú um skeið verið ráðandi í hugsanagangi hins
vestræna heims, hlutir og fyrirbæri eru einangruð og skoðuð utanfrá, án
þess að áhrif skoðandans séu tekin með í reikninginn. Vísindamaðurinn
verður nokkurs konar alsjáandi guðlegt auga sem getur tekið heiminn í
sundur og trúir því að með því upplýsist leyndardómur lífsins. Mér virðist
að heimspeki Merleau-Pontys eigi sérstaklega erindi til okkar nú á dögum
þegar daglegt líf okkar virðist einkennast af þrá eftir líkamsleysi. Það er
sama hvort við erum að tala um unga listamenn eða almenna borgara: eng-
inn virðist búa í sínum eigin líkama. Við erum alltaf einhvers staðar annars
staðar, á netinu, í heimi skjánna, skilaboða í síma eða tölvu, í sýndarveru-
leika. Hver kannast ekki við matarboð þar sem gestirnir virðast uppteknari
af því að fylgjast með rafrænum einkaskilaboðum en af samneyti við þá
sem eru viðstaddir? Við forðumst líkamann eins og heitan eldinn um leið
og við dýrkum hann eins og guð.
Í mínum verkum leitast ég við að mála með mænunni, skilja heilann
eftir heima og vera líkömnuð orka … Eða eins og sá gamli skarfur Willam
Blake orðaði það:
„Orka er yndið eilífa“.13
13 William Blake, The Marriage of Heaven and Hell, Mineola, N.Y: dover, 1994, bls.
4. Á ensku segir: „Energy is the eternal delight“. – Þessi grein er byggð á erindi
sem flutt var á dagskrá um Maurice Merleau-Ponty á vegum Félags áhugamanna
um heimspeki, 9. nóvember 2011. Ég þakka Jóni Proppé og Aðalsteini Eyþórssyni
yfirlestur og aðstoð við þýðingar.
BjaRni SiGuRBjÖRnSSon