Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 102

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 102
102 erum ekki afstrakt verur sem sitja einhvers staðar inni í heilanum og horfa á heiminn út um augun. Þess í stað erum við alltaf sjálf inni í veröldinni. Von mín er að málverk mín opni skilningarvit áhorfandans á svipaðan hátt og skilningarvit mín opnast þegar ég mála þau. Það er trú mín að listaverk geti, á sínum fagurfræðilegu forsendum, veitt jafnhaldbæran skilning á veröldinni og tilvist okkar og hvaða vísindi önnur. Vísindahyggja hefur nú um skeið verið ráðandi í hugsanagangi hins vestræna heims, hlutir og fyrirbæri eru einangruð og skoðuð utanfrá, án þess að áhrif skoðandans séu tekin með í reikninginn. Vísindamaðurinn verður nokkurs konar alsjáandi guðlegt auga sem getur tekið heiminn í sundur og trúir því að með því upplýsist leyndardómur lífsins. Mér virðist að heimspeki Merleau-Pontys eigi sérstaklega erindi til okkar nú á dögum þegar daglegt líf okkar virðist einkennast af þrá eftir líkamsleysi. Það er sama hvort við erum að tala um unga listamenn eða almenna borgara: eng- inn virðist búa í sínum eigin líkama. Við erum alltaf einhvers staðar annars staðar, á netinu, í heimi skjánna, skilaboða í síma eða tölvu, í sýndarveru- leika. Hver kannast ekki við matarboð þar sem gestirnir virðast uppteknari af því að fylgjast með rafrænum einkaskilaboðum en af samneyti við þá sem eru viðstaddir? Við forðumst líkamann eins og heitan eldinn um leið og við dýrkum hann eins og guð. Í mínum verkum leitast ég við að mála með mænunni, skilja heilann eftir heima og vera líkömnuð orka … Eða eins og sá gamli skarfur Willam Blake orðaði það: „Orka er yndið eilífa“.13 13 William Blake, The Marriage of Heaven and Hell, Mineola, N.Y: dover, 1994, bls. 4. Á ensku segir: „Energy is the eternal delight“. – Þessi grein er byggð á erindi sem flutt var á dagskrá um Maurice Merleau-Ponty á vegum Félags áhugamanna um heimspeki, 9. nóvember 2011. Ég þakka Jóni Proppé og Aðalsteini Eyþórssyni yfirlestur og aðstoð við þýðingar. BjaRni SiGuRBjÖRnSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.