Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 91
91
Bjarni Sigurbjörnsson
Að mála með mænunni
Hreyfing er ekki hugsun um hreyfingu og líkam-
legt rými er ekki hugsað eða sett fram. „Sérhver
sjálfráð hreyfing á sér stað og stund, gegnt bak-
grunni sem ákvarðast af hreyfingunni sjálfri …“1
Þessi orð Maurice Merleau-Pontys og Kurts Goldstein eru lýsandi fyrir
þær megináherslur sem ég legg til grundvallar í verkum mínum. Í þeim
er aðgreiningin milli fígúru og grunns (e. figure-ground) afmáð og rýmið
sem skapast í verkinu er rými hreyfinga málarans. Merking verksins ligg-
ur í þessari hreyfingu sem er laus við hverskonar frásögn og táknfræði.
Einhverjum kann að finnast það gamaldags og úrelt að vera að velta upp
þessum gömlu hugtökum sem notuð voru í umfjöllun um málverk fyrir
um fimmtíu árum. En til að skýra minn uppruna og þá samræðu sem ég
hef átt við heimspeki Merleau-Pontys og fleiri síðustu fimmtán til tuttugu
árin, vil ég nefna málara sem kemur sterklega upp í hugann í þeirri þróun,
þótt Merleau-Ponty hafi raunar aldrei minnst á hann í sínum skrifum.
Það er Willem de Kooning, en mér finnst hann að mörgu leyti vinna í
anda Merleau-Pontys. Þar vil ég sérstaklega nefna glímu de Koonings við
fyrrnefnda aðgreiningu fígúru og grunns. Barátta hans gegn henni á að
einhverju leyti uppruna í kúbismanum, en ólíkt því sem gerðist hjá kúb-
istunum voru líkaminn og líkamleg hreyfing (e. gesture) mjög mikilvægir
þættir í verkum de Koonings. Í ýmsum verkum hans frá seinni hluta fimmta
áratugarins sést hvernig fígúra og grunnur eru farin að tvinnast saman, og
í verkunum sem á eftir koma, upp úr 1950, gengur þessi samruni æ lengra.
Þarna er um að ræða þróun í þá átt að málverkið verði einskonar holdtekja
1 Maurice Merleau-Ponty, Phenomenology of Perception, Colin Smith þýddi. London:
Routledge, 2002, bls. 159. [Á frummálinu: Phénomènologie de la perception, 1945].
Seinni hluti klausunnar er tilvitnun í rit þýska taugafræðingsins Kurts Goldstein,
„Über die Abhängigkeit der Bewegungen von optischen Vorgängen,“Monatsschrift
für Psychiatrie und Neurologie 1/1923.
Ritið 3/2012, bls. 91–103