Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 73

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 73
73 ingamótunar“ en beinast þess í stað að greiningu á því menningarlega eða samfélagslega samhengi sem mótaði tilfinningalíf og framsetningu þess.16 Þessir tveir pólar innan rannsókna á tilfinningum, þ.e. algildisskólinn og félagslega hugsmíðahyggjan, eru þó ekki jafn andstæðir og virðist við fyrstu sýn. Nýlegar rannsóknir á taugaferlum tilfinninga í manninum hafa leitt í ljós margbrotið og flókið samspil taugalíffræðilegs kerfis einstaklings annars vegar og umhverfis hans hins vegar þegar kemur að tilfinninga- legum viðbrögðum og hegðun. Rannsóknir heila- og taugasérfræðings- ins Antonio damasio á heilaskaða og tilfinningahegðun gefa til kynna að tilfinningaviðbrögð séu áunnin (og því félagsleg) hegðun sem byggi á líffræðilegum grunni; þ.e.a.s. hið innbyggða og meðfædda taugakerfi sem miðlar tilfinningum mótast af umhverfi, samfélagsvenjum og þörfum einstaklingsins.17 Sjálft taugakerfið tekur því ákveðnum breytingum og lagar sig að þörfum lífverunnar og kröfum umhverfis, jafnvel þó ákveðnir grunnþættir tilfinningahegðunar séu fyrirframgefnir og bundnir í erfða- efni mannsins. damasio skilgreinir tilfinningar sem „samsafn breytinga á líkams- ástandi sem tengist ákveðnum hugrænum myndum sem hafa virkjað sér- stök kerfi í heilanum“.18 Manneskjan upplifir þessar tilfinningar hins vegar í gegnum „reynsluna af slíkum breytingum samhliða þeim hugrænu mynd- um sem hófu hringferlið.“19 Tilfinningar eru því, samkvæmt damasio, greinanlegar í gegnum breytingar sem verða á líkamsástandi (t.d. hjart- slætti, blóðþrýstingi o.s.frv.) sem hafa aftur áhrif á skynjum og meðvitund um ferlið sem túlkað er sem tilfinningar. Hann greinir á milli tilfinninga í formi geðshræringa (e. emotions) og tilfinninga sem skynjunar (e. feelings) og bendir á að allar geðshræringar leiði af sér tilfinningar, en tilfinningar séu hins vegar ekki allar upprunar í geðshræringum.20 damasio bendir á 16 „Internal mechanism of emotions’ production“, (sama heimild , bls. 837). 17 Antonio damasio, Descartes’ Error. 18 „Collection of changes in body state connected to particular mental images that have activated a specific brain system“, (sama heimild , bls. 145). 19 „The experience of such changes in juxtaposition to the mental images that initiated the cycle“, (sama heimild, bls. 145, setningin í heild er skáletruð í frumtexta, skáletrun í þýðingu er hins vegar mín). 20 Sama heimild, bls. 143. Bergljót Kristjánsdóttir notast við hugtökin „geðshrær- ing“ og „tilfinning“ í grein sinni „„Ég get ekkert sagt“: Skáldskapur og hrun“, Ritið 2/2011, bls. 53–66, sjá bls. 53–54. Hér verður almennt notast við „tilfinning“ fyrir „emotion“ í áframhaldandi umfjöllun þar sem „geðshræring“ felur í daglegu máli í sér vísun í tilfinningar tengdar miklum eða sterkum hughrifum sem er að einhverju leyti afvegaleiðandi. Hins vegar er „geðshræring“ viðeigandi að því leyti HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.