Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 36
36
af nýlegum rannsóknum, eins og fyrr hefur verið nefnt.90 Lisa Zunshine
kynnti líka hugarkenninguna – sem tengist eins og fyrr var nefnt samlíðan
– í bókinni Why We Read Fiction og sótti m.a. til rannsókna sálfræðingsins
Simon Baron-Cohen á hugarkenningunni og einhverfu.91 En Zunshine
hafði ekki hugann við siðfræði og fagurfræði heldur hvernig skáldaðar
frásagnir – ekki bara þær sem eru tilraunaskáldskapur – gera endalausar
tilraunir með ásköpuð vitsmunaeinkenni mannsins og hvað skiptir mestu
er hann gerir sér mynd af persónum í bókmenntum.92 Hér skal hins vegar
drepið á tvö verk, annað um fagurfræði viðtakna, hitt ekki síst um siðfræði
þeirra.
Elaine Scarry fjallar í bók sinni Dreaming by the Book um fagurfræði við-
takna ljóða og frásagna. Hún reynir að svara þeirri spurningu hvernig rit-
höfundar og skáld fara að því að kveikja myndir (e. images) í huga lesenda
og sjá til þess að þær séu á hreyfingu nánast eins og lesendur væru að fylgj-
ast með raunverulegum atburðum. Hún vísar m.a. til skrifa Kosslyns – sem
fæst bæði við sálfræði og taugafræði – um að sömu taugabrautir séu virkar
í heilanum þegar menn sjái eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og þegar
skynjun á í hlut.93 Jafnframt því sem Scarry ræðir líkamseinkennin sem eru
forsendur þess að menn njóta skáldskapar, gerir hún skipulega grein fyrir
hvernig höfundar beina lesendum sínum til að nýta ímyndunaraflið, fjallar
t.d. um líf (e. vivacity) og efniseinkenni (e. solidity) fyrirbæra sem textar
miðla þannig að lesendur geti gert sér þá í hugarlund. Hún tekur óspart
dæmi, jafnt af eigin reynslu (blómunum í garðinum sínum og fuglunum),
sem skáldskap og andæfir þannig ísmeygilega endalausum abstraktsjónum
háskólamanna – líka þeirra sem telja almenna reynslu skipta miklu við
lestur skáldskapar.
Líkt og Scarry fjallar Suzanne Keen í bókinni Empathy and the Novel
um höfunda ekki síður en lesendur, ræðir um afstöðu til samlíðunar- og
tilfinningaviðbragða bókmenntalesenda í þrjár aldir en glímir ekki síst við
þá spurningu hvort það sé rétt sem löngum hefur verið haldið fram, að
fíkn manna í lestur skáldsagna og samlíðun þeirra með nýjum og nýjum
90 Sjá Ellen J. Esrock, The Reader's Eye: Visual Imaging as Reader Response, Baltimore:
The Johns Hopkins University Press, 1994.
91 Lisa Zunshine, Why We Read Fiction: Theory of Mind and the Novel, Columbus: Ohio
University Press, 2006, bls. 7–8.
92 Sama heimild, bls. 22–27 (t.d.).
93 Elaine Scarry, Dreaming by the Book, Princeton: Princeton Univerity Press, 2001,
bls. 50 og 250 (t.d.). Sjá einnig Stephen Kosslyn, Image and Brain, bls. 201, 295 og
324.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR