Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 49
49
að leita til latínu og þess almenna grunnskema21 að tengja mannshugann/
sálina við andardráttinn.
Við höfum komist að því að brjósti eða líkama mannsins er jafnað við
ílát, og geðshræringar geta verið lofttegund eða vökvi sem fjúka eða renna
í þetta ílát. Þá er að skoða þriðja valmöguleikann, þ.e. að geðshræringum
sé jafnað við efni á föstu formi. Það er ekki að sjá að miklar breytingar séu
á því hvernig manneskjan sem þrýstingsílát birtist í elstu dróttkvæðum
og sögutextum 13. aldar. Ágætt dæmi um þrútnun vegna tilfinningalegs
uppnáms má finna í Egils sögu Skallagrímssonar, þar sem því er lýst er Egill
vinnur að greftrun sonarins Böðvars, er hafði drukknað ungur að árum og
var föður sínum mikill harmdauði. Við sjáum einnig nokkurn mun á notk-
un þessarar hugtakslíkingar meðal 13. aldar manna og í nútímamálsniði;
það er engu líkara en þrýstingsíláts-líkingin sé ekki aðeins líking í huga
miðaldamannsins, heldur beinharður líkamlegur veruleiki:
En svá er sagt, þá er þeir settu Bǫðvar niðr, at Egill var búinn: hosan
var strengð fast at beini; hann hafði fustankyrtil rauðan, þrǫngvan
upphlutinn ok láz at síðu; en þat er sǫgn manna, at hann þrútnaði
svá, at kyrtillinn rifnaði af honum ok svá hosurnar.22
En hvað hafa menn hugsað sér að væri inni í hinum þrútnandi víkingi,
sem er við það að brjótast út? Hér eru, eins og gefur að skilja, heimildir
af skornum skammti, en þó er óhugsandi að fallast á þá skýringu að engin
„mynd“ hafi legið líkingunni að baki, þar sem ætla má að fornmenn hafi
haft mun myndrænna samband við tungumálið en nútímamenn nokkru
21 Grunnskema er þýðing á hugtaki Bradd Shore „foundational schema“, meðan aðrir,
svo sem Kövecses, myndu kalla hið sama miðlægar líkingar (e. central metaphors),
sjá Kövecses, Metaphor in Culture, bls. 184–186, eða ráðandi reglu (e. governing
principle) (sama heimild, bls. 234). Shore undirstrikar að grunnskemu eru einnig
menningarmódel eða menningarlíkingar (e. cultural models), en mun yfirgripsmeiri
en venjuleg módel (e. special purpose models) þar sem þau sjá um að kerfa sértækari
módel/líkingar. Hér sjáum við að mannfræðingurinn velur að kalla það módel
sem málvísindamenn kalla líkingu (e. metaphor). Sjá Bradd Shore, Culture in Mind,
Oxford: Oxford University Press, 1996, bls. 53. dæmi um slíkt grunnskema væri
yin og yang í kínverskri menningu, sumar af erkitýpum Jungs í evrópskri menn-
ingu og í norrænni fornmenningu lít ég á „andstæðuspennu“ sem grunnskema, sjá
Bergsvein Birgisson, Inn i skaldens sinn: Kognitive, estetiske og historiske skatter i den
norrøne skaldediktingen, Bergen: Universitetet i Bergen, 2007, bls. 77–91.
22 Egils saga Skalla-Grímssonar, Íslensk fornrit II, útg. Sigurður Nordal, Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1933, bls. 243–244.
STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS