Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 162
162
MatthEW WhElPton
ÚTdRÁTTUR
Hugræn merkingarfræði og útkomusetningar
Í þessari grein er fjallað um svokallaðar útkomusetningar (e. resultatives) í íslensku
í samanburði við ensku og önnur mál. Leidd eru rök að því að mörg málfræði-
einkenni slíkra setninga styðji greiningu í anda hugrænna fræða (t.d. Croft 2012)
frekar en formfestumálfræði Chomskys. Sýnt er fram á að mikilvægar hömlur á
setningamynstrinu eru af merkingarlegum fremur en formlegum toga og þær tengj-
ast merkingarflokkum sagnanna sem koma fyrir í mynstrinu, niðurskipan atburða í
tíma, framdrætti orsakakeðja og kraftverkunar og merkingarflokkum sagnfyllinga
í útkomusetningunni. Miðlæg hugtök í hugrænum málvísindum, eins framdráttur
og mynsturgerð, reynast mikilvæg, bæði til að útskýra málfræðilega hegðun og
mismunandi dóma um einstakar útkomusetningar. Tilbrigði í virkni setningamynst-
urins verða ekki auðveldlega skýrð nema horfið sé frá hugmyndinni um skörp skil
á milli virkra ferla í setningamyndun og orðasafnsbundinnar óreglu sem lærð er
sérstaklega. Mynsturmálfræði hentar því einkar vel til að gera grein fyrir málfræði
útkomusetninga.
Lykilorð: útkomusetningar, íslenska, mynsturmálfræði, hugtakaskipan, virkni
A B S T R A C T
Cognitive Semantics and the Resultative
This paper focuses on resultatives in Icelandic in comparison to English and other
languages. It is suggested that a number of aspects of the grammar of resultatives
support a cognitive (e.g. Croft 2012) rather than a formal (Chomskyan) treatment.
The significant constraints on the construction are shown to be semantic rather
than formal, relating to the semantic class of the verb, the temporal alignment of
events, the profiling of causal chains and force-dynamic interactions, and the sem-
antic class of the resultative predicate. Central notions in cognitive grammar such
as profiling and construal turn out to be important both for explaining grammatical
behaviour and for explaining variable judgements on particular resultatives. The
variable productivity of the construction can only be dealt with in a natural way in
an account that posits no sharp divide between the productive processes of the syn-
tax and the lexical idiosyncracy of learned material, making Construction Grammar
a natural model for dealing with the grammar of resultatives.
Keywords: resultatives, Icelandic, construction grammar, conceptual structure, pro-
ductivity