Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 10
10
menningar að dýrka líkamann og forðast hann þó í sömu mund. Grein
Bjarna fylgja fjórar myndir af verkum hans sem allar sýna markvissa tján-
ingu á holdinu, óbeislaðri líkamsorku og hreyfingum.
Sálfræði skipar veigamikinn sess í þessu þemahefti. Jörgen L. Pind ritar
fróðlega grein um mikilvægt tímabil í sögu sálfræðinnar í „hugfræðilegum
söguþætti“. Þar er fjallað um Edgar Rubin, merkan brautryðjanda í rann-
sóknum á sjónskynjun og áhrif þeirra á skynjunarsálfræði, þróun skynheild-
astefnunnar og þar með á hugræn fræði okkar daga – sem og á listsköpun
í ýmsum greinum. Rubin gat sér frægðarorð með doktorsritgerð sinni
Synsoplevede Figurer, þar sem andlitsvasamyndin alkunna „Vasi Rubins“ og
fleiri myndir voru notaðar til að sýna fram á aðgreiningu fígúru og grunns.
Jörgen sýnir fram á, svo ekki verður um villst, að myndirnar voru snar
þáttur í sálfræðilegri röksemdafærslu Rubins.
Annar sálfræðingur, Árni Kristjánsson, er á heimspekilegum nótum og
færir nýstárleg rök fyrir mikilvægi þess að kanna áhrif Kants á sjónskynj-
unarfræði. Þar með birtir hann lesendum sérdeilis áhugavert dæmi um
sögulega togstreitu í hugmyndasögunni. Árni heldur því fram að langflest-
ir sem fjalla um sjónskynjun nú á dögum séu undir áhrifum af heimspeki
Kants og hugræn fræði samtímans séu sprottin af kantískskri þekking-
arfræði sem andsvar við atferlisfræði; þekkingarfræði Kants hafi að sínu
leyti verið andsvar við einhliða reynsluhyggju sem sé jafnframt forveri
atferlisfræða.
Í málvísindalegum millikafla fjallar Matthew Whelpton um útkomu-
setningar (e. resultatives) í íslensku, þ.e. setningar á borð við „Járnsmiðurinn
barði málmplötuna flata“. Matthew sýnir fram á að slíkar setningar hafa
áhugaverð einkenni sem hingað til hefur lítill gaumur verið gefinn. Hann
leiðir rök að því að þessi einkenni styðji greiningu í anda hugrænna fræða
fremur en formfestumálfræði Chomskys. Það kemur á daginn að ýmsar
hömlur á setningamynstrinu eru af merkingarlegum fremur en formleg-
um toga og ráðast einkum af merkingu þeirra sagna sem koma fyrir í
útkomusetningum.
Rúsínan í þessum hugræna pylsuenda er þýdd grein eftir sálfræðinginn
og rithöfundinn Keith Oatley sem kom til Íslands í haust, kynnti mál-
stað hugrænna fræða og lagði gott til mála um frekara starf á því sviði hér
á landi og í alþjóðlegu samhengi. Hann hélt tvo fyrirlestra við Háskóla
Íslands um rannsóknir sínar á tilfinningum, annan á vegum Hugsýnar,
félags um hugræn fræði, í samstarfi við Forlagið, Bókmennta- og list-
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR oG ÞóRhalluR EyÞóRSSon