Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
SANDKORN
■ Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri þarf svo sannarlega að
bretta upp ermar til þess að
tryggja ör-
yggi íbúa
og gesta í
miðbænum.
Ný skýrsla
lögregl-
unnar á
höíuðborgarsvæðinu sýnir að
flest hegningarlagabrot eru
framin þar eða nærri fimmtung-
ur allra brota sem tilkynnt eru til
lögreglu. Niðurstöður skýrsl-
unnar sýna að 18 prósent út-
kalla lögreglu snúa að miðborg-
inni og brotum þar. Borgarstjóra
bíður ærið verkefni og ljóst að
hann þarf að finna leiðir til að
draga úr glæpatíðni í miðborg-
inni.
■ Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri
Kópavogs-
bæjar, þarf
líka að hafa
áhyggjur. Ef
brotatíðni
er skoðuð
eftir hverf-
um kemur
í Ijós að í
Kópavogi
eru flest brot framin og snúa
útköll lögreglu í 13 prósent til-
vika að bænum. Breiðholtið er
ekki langt undan því 11 prósent
útkalla beindust að hverfinu.
Það vekur athygli að niðurstöð-
ur skýrslunnar, Afbrot á höfuð-
borgarsvæðinu, sýna bein tengsl
milli glæpatíðni og efnahags. I
þeim hverfum þar sem efnahag-
ur er sem lægstur er brotatíðnin
hvað hæst á meðan hún er lægri
í hverfum þar sem efnahagur
er betri.
Markaðsmenn Toyota þurftu
5 sýna iðrun og biðja þjóðina
fsökunar eftir að hafa nýlega
birt aug-
lýsingu um
lyftara frá
fýrirtækinu.
/ Femínist-
N arbrugðust
Ifg&y' skjóttvið
»X oglýstuyfir
ip vanþóknun
sinni á upp-
semingu og boðskap auglýs-
ingarinnar. Eftir hörð viðbrögð
femínistanna sendu forsvars-
menn Toyota ff á sér yfirlýsingu
þar sem beðist var velvirðing-
ar á auglýsingunni og birtingu
hennar. Þeir lofa að birta hana
aldrei aftur og femínistar unnu
fullnaðarsigur. Meðfylgjandi er
sjálf auglýsingin og dæmi nú
hver fyrir sig.
■ Frjálslyndir eru heldur ósáttir
við svokallað Skólaþing sem er
kennsluver
Alþingis fyrir
efstu bekki
grunnskóla.
Nemend-
ur fara þar
í hlutverka-
eiki og setja
sig í spor
þingmanna.
Tölvutækni
og margmiðlun eru notaðar
til að stýra leiknum en vefsíða
hans er skolathing.is. Frjáls-
lyndir eru hins vegar ekki svo
frjálslyndir þegar kemur að því
að víkja ffá staðreyndum en í
leiknum eru aðeins fjórir flokkar
í þingi í stað þeirra fimm sem
þar eru í raun. Sigurjón Þórð-
arson, fyrrverandi þingmaður
flokksins, er heldur ósáttur og
telur að jafnvel þó flokkarn-
ir á Skólaþingi heiti tilbúnum
nöfnum sé það ígildi Frjálslynda
flokksins sem þarna vanti.
erla@dv.is
Tolf ara drengur stal bíl á meðan hann var í helgarleyfi frá meðferð-
arheimilinu Stuðlum. Hann á sögu um fikniefnaneyslu og ofbeldis-
glæpi. Geir Jón Þórisson segir málið svakalegt. Hjá Barnaverndar-
stofu fengust þær upplýsingar að afar sjaldgæft sé að tólf ára börn
séu vistuð á meðferðarheimilum. Fimmtán ára félagi drengsins er á
Kvíabryggju fyrir ofbeldisbrot og fíkniefnamisferli.
* Meðferðarheimiliö
| StuðlarTólf ára
I pilturervistaðurá
8 meðferðarheimilinu.
Ivleðterðarstqö íyrir unglinga
ERLA HLYNSDÓTTIR
blaðamaður skrifar:
Tólf ára síbrotamaður stal bíl í fé-
lagi við þrjá vini sína um síðustu
helgi á meðan hann var í helgar-
leyfi frá meðferðarheimilinu Stuðl-
um. Þrír piltanna skiptust á að aka
bifreiðinni og var sá elsti, 15 ára,
við stýrið þegar lögregluna bar að
garði. Þá höfðu þeir ekið um Hafn-
aríjörð í tvær klukkustundir.
DV fjallaði í september um þann
tólf ára eftir að hann réðst með
hnífi á lögregluþjón. Þá var hann
fluttur á Stuðla til neyðarvistunar
en afar fátítt er að svo ung börn
dvelji þar. Drengurinn á að baki
sögu um fíkniefnaneyslu og beit-
ingu ofbeldis auk þess sem hann
hefur verið á vergangi á götum
Reykjavíkurborgar.
Svakalegt mál
„Þetta er það sem fólk óttast
mest, að ungir krakkar eigi erfitt með
að ná sér á strik þegar þeir em einu
sinni byrjaðir í afbrotum," segir Geir
Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Það getur verið heilmikið mál að
koma í veg fyrir áframhaldandi
brotaferil þegar hann er hafinn. Þessi
ungmenni þurfa á leiðsögn að halda.
Mér finnst þetta svakalegt mál," segir
hann.
Tólf ára pilturinn hefur
samkvæmt heimildum DV
neytt fíkniefna auk svokallaðs
læknadóps, þar á meðal
flogaveikilyfsins Rivotril sem
hefur verið fjallað um að
undanförnu vegna þess hversu
algengt er að það sé misnotað.
Ekki sakhæfur
Öllum drengjunum
fjómm sem vom teknir á
stolnu biffeiðinni var sleppt
að lokinni yfirheyrslu en haft
var samband við foreldra sem
sóttu þá á lögreglustöðina.
Geir Jón segir að jafnvel þótt
sá elsti sé orðinn sakhæfur sé
unglingum ekki haldið nema
ríkir rannsóknarhagsmunir séu í
húfi eða mál sérlega alvarlegt.
GuðjónBjarnason, sálfræðingur
hjá Barnaverndarstofú, segir mjög
sjaldgæft að tólf ára börn séu vistuð
á Stuðlum en meðferðarstofnunin
heyrir undir Barnaverndarstofu.
Starfsemi Stuðla er tvíþætt.
Annars vegar er þar neyðarvistun
þar sem ungmenni eru vistuð í
hámark fjórtán daga með það að
markmiði að stöðva hættulega
hegðun. Hins vegar er þar
meðferðarstarf fýrir ungt fólk sem
yfirleitt á við vímuefnavanda að
stríða.
SI fvUbryaduWna ofbeldisbrota og nknteteamisfertii.
TÓLF ÁRA REÐST MEÐ
HNÍFI fl LÖGRE6LU
OV DV 14. september 2007
Drengurinn sem réðst á lögreglu-
mann í september komst nú aftur í
kast við lögin.
Níu ára á meðferðarheimili
Guðjón segir Bamaverndarstofú
alltaf gæta meðalhófs og beita
vægustu úrræðum sem til greina
koma.Efþaudugaekkitilertekiðfastar
á málunum. Eitt meðferðarheimili á
landinu er sérstaklega fýrir yngsta
aldurshópinn, eðamutiltólfára, oger
það Geldingalækur á Rangárvöllum.
Meðalaldur á meðferðarheimilum
Bamavemdarstofu er hins vegar tæp
16 ár. „Það vill enginn sjá 12 ára böm
á slíkum stöðum. Hlutverk okkar er
„Þetta er það sem
fólk óttast mest, að
ungir krakkar eigi
erfitt með að ná sér
á strik þegar þeir
eru einu sinni byrj-
aðir í afbrotun."
að sjá til þess að þau fari ekki
þangað nema full þörf sé á því og
ljóst að annað hafi þegar verið
fullreynt," segir Guðjón.
Kunningi á Kvíabryggju
í DV í september kom fram
að tólf ára drengurinn hafi gerst
sekur um ofbeldisverk og verið í
vafasömum félagsskap eldri pilta.
Meðal kunningja hans er 16 ára
drengur, sá komst í fréttimar fýrir
nokkrum mánuðum eftir að hafa
skemmt um þrjátíu bfla í Hafnarfirði
með því að brjóta í þeim rúður,
sparka í þá og rispa. Tjónið nam um
20 milljónum króna. Félagsskapnum
tilheyrir einnig 15 ára piltur sem
nýverið var dæmdur til refsivistar á
Kvíabryggju vegna ofbeldisbrota og
fíkniefhamisferlis. Tekið skal fram að
það vom aðrir piltar sem vom með
unga síbrotadrengnum í bílnum um
helgina.
Meðferðarheimilið
StuðlarTólfára
pilturervistaðurá
meðferðarheimilinu.
SKALDID SKRIFAR
Hinn einstaki arfur
..-/íísfaé,'.-.
KRISTJflN HREINSSON SKAID SKRIFAR,
Madurgetur sein sagtfengid aö vita hvort ntiklareöa litlar likurséuáþvíaö maðurberi ibláöinu sjúkdóma.
Okkar ágæti forseti, herra Ólafúr
Ragnar Grímsson, er í dag að benda
þjóðinni á hætturnar sem blasa við
ef unglingar byrja drykkju áfeng-
is snemma á lífsleiðinni. Þetta er stórkost-
legt framtak. En á sama tíma situr ungur og
óharðnaður heilbrigðisráðherra við völd og
vill, í nafhi ffelsis, að leyft verði að selja áfengi
í matvöruverslunum.
Tvískinnungurinn og þau margföldu sldla-
boð sem við sendum æskulýð þessa lands gera
frelsið að helsi og helsið að frelsi, ekki síst þeg-
ar heilbrigð skynsemi og skjótfenginn gróði
eru metin að jöfriu í orðræðu þeirra sem völd-
in hafa.
Áfengissýki er sjúkdómur sem menn losna
ekki við en geta haldið niðri með því að drekka
ekki. Það sem verra er, sjúkdómurinn er talinn
ættgengur - sagður ganga í erfðir eins og syk-
ursýki, hjartasjúkdómar og krabbamein.
Þetta leiðir hugann að erfðamengjum og
umræðu sem nú er að vaxa fiskur um hrygg.
Því í dag má heimsækja Kára sem ríkjum ræð-
ur hjá íslenskri erfðagreiningu og fýrir 60.000
krónur má þar kaupa skrá yfir þá sjúkdóma
sem maður fær kannski á lífsleiðinni.
Maður getur sem sagt fengið að vita hvort
miklar eða litlar líkur séu á því að maður beri í
blóðinu sjúkdóma eins og: MND, MS, krabba-
mein, hjarta- og æðasjúkdóma og yfirleitt
alla þá sjúkdóma sem hugsanlega er hægt að
bera.
Það hlýtur að vera hryllileg upplifun að
frétta það að maður beri banvænan sjúkdóm
í blóði. En einhver mun þó ábyggilega geta
nýtt slíkar upplýsingar - sér og öðrum til
hagsbóta.
Á sextíu þúsund hér metið er mengið
hjá mönnum sem fölna og bleikjast,
já, núgeta tryggingafélöginfengið
að fœkka þeim kúnnum sem veikjast.